Selskinna - 15.05.1948, Page 135
133
séra Helgi Sigurðsson. Hjá honum var Jóhanna tengda-
móðir mín ráðskona þrjátíu ár. 2).
Á Súlunesi bjó Guðrún Brynjólfsdóttir, þá ekkja, með
börnum sínum; gæðakona; hún var systir Bjarna danne-
brogsmanns á Kjaransstöðum. — Árni Sigurðsson bjó
á Bakka eftir föður sinn; hann var bróðir Þórðar á Fiski-
læk. Elín hét kona hans. Þórður bjó á Fiskilæk; hann
var greindur vel, töluvert menntaður; fór til Hafnar,
var þar fjögur ár og lærði trésmíði; en þegar hann kom
aftur til íslands, var Saurbæjarkirkja á Kjalamesi í
smíðum; hann náði þar vinnu, fékk Sigríðar Runólfs-
dóttur, hinnar duglegustu og mestu myndarkonu. Þau
áttu mörg börn,3) flest mannvænleg, sem komust til
beztu menningar. Sigríður var góð yfirsetukona. —
Þegar Eiríkur Reykdal dó, varð hreppstjórakosning í
sveitinni og varð Þórður þá fyrir valinu. Þá sagði Thor-
oddsen:
Sá sem lokars lætur stál
leika kvist við harðan,
hreppstjórnar að hefla mál
hlutskarpastur varð hann.
Jósep á Skipanesi og Halldóra kona hans voru ráð-
vönd til orða og verka; sonur þeirra er Borgþór verzl-
unarmaður í Reykjavík. — Einar Guðmundsson bóndi
á Læk átti Guðrúnu systur Teits gullsmiðs í Litlabæ á
Álftanesi; hún var yfirsetukona með góðri heppni; hún
var ljósa mín. — Á Geldingaá man ég helzt eftir Hann-
esi Arasyni, ættuðum frá Skálholtskoti í Reykjavík. Ást-
ríður hét kona hans, úr Árnessýslu; hann flutti síðar að
Englandi í Lundarreykjadal; hjá þeim var ég vinnu-