Selskinna - 15.05.1948, Side 136
134
maður tvö síðustu árin, sem þau lifðu; Þau voru í raun
og veru ágætis hjón.f)
1 Leirárgörðum var Jón Halldórsson; Sigríður Ölafs-
dóttir hét kona hans. Sonur hans af fyrra hjónabandi
var Einar bóndi í Elínarhöfða, gáfumaður og hagmælt-
ur; hann drukknaði. — 1 Mið-Leirárgörðum bjó Jón
bókbindari Jóhannesson5), smiður, læknir og skáld. Var
hann þríkvæntur; síðasta kona hans var Ingibjörg Bene-
diktsdóttir, fyrrum prests á Melum, gáfukona mikil,
sönghneigð, spilaði vel á langspil; hjá þeim var ég tvö
síðustu árin, sem þau lifðu.. — I Austur-Leirárgörðum
var Páll; átti Sigríði dóttur Jóns bókbindara. Þau voru
fátæk en áttu mannvænlegustu börn, þar á meðal Jón
söðlasmið í Brennu í Lundarreykjadal.*)) — Þorsteinn,
faðir Guðrúnar konu Þorvalds Björnssonar í Stóra-
Lambhaga, bjó í Vogatungu. — I Melkoti bjó Sigurður
Böðvarsson, hinn mesti völundur til smíða á tré og alls-
konar málm. Halldóra hét kona hans, dóttir Jóns stúdents
Árnasonar á Leirá, dugnaðar- og sómakona með afbrigð-
um. Þau áttu mörg mannvænleg börn: Jón í Kalastaða-
koti, Böðvar í Vogatungu og Sigurð, kenndan við Rauða-
mel; hann er í Winnipeg.
Jón stúdent Árnason á Leirá bjó rausnarbúi; hjá
honum var faðir minn vinnumaður í tíu ár. Mig minnir
hann væri þrígiftur. Hann átti mörg börn; einn af son-
um hans var Eggert, faðir Árna fasteignasala í Winni-
peg.’)) Síðasta kona hans var Ragnhildur, systir Þor-
bjarnar á Steinum; eftir fjórum börnum þeirra man ég:
Ólafi á Geldingaá, Jónasi i Sólheimatungu, Hinriki í
Selkirk, Manitoba, og Ragnhildi konu Sigurðar Magnús-
sonar á Vilmundarstöðum. — Gísli í Hrauntúni var fá-