Selskinna - 15.05.1948, Síða 140
138
bjó á Bjarteyjarsandi á undan Kristni Guðmundssyni
og Sigurbjörgu Jónsdóttur frá Ferstiklu.20) — Á Hrafna-
björgum bjó Björn21); eftir hann kom Magnús þangað,
sem áður er sagt.22) —Jón Sigurðsson bjó á Ferstiklu,23)
Helga hét kona hans Gisladóttir; þau áttu nítján börn,
tíu urðu fullorðin, öll mannvænleg, tvær dætur vestan
hafs: Sigurbjörg og Helga. — I Saurbæ bjó séra Þorgrím-
ur og var kona hans frú Ingibjörg, systir Helga biskups
Thordersens; börn þeirra voru þessi: séra Torfi, Ragnheið-
ur kona Halldórs Einarssonar á Grund á Akranesi, Jak-
obína og Hólmfríður; Guðmundur, Anna og Steinunn
eru áður nefnd; seinni maður Ragnheiðar er Þorsteinn
Jónsson; öll voru börn þeirra mikilhæf. Eftir séra Þor-
grím kom séra Þorvaldur Böðvarsson að Saurbæ; Sig-
ríðrn- hét kona hans24); þeirra synir voru Snæbjörn og
Böðvar, kaupmenn á Akranesi.
Á Eystra-Miðfelli bjuggu þau Jóhannes Jónsson og
Ellisif Helgadóttir frá Stóra-Botni, Erlingssonar frá Jörfa
á Kjalarnesi; dóttir þeirra Steinunn fór til útlanda,
lærði læknisfræði, giftist enskum lækni; þau fóru til
Kína og stunda þar trúboð og lækningar. — Einar bjó
á Vestra-Miðfelli, ekkjumaður, átti tvö börn, Jón og
Guðrúnu. — Þorvarður Ólafsson smiðs frá Kalastaða-
koti bjó á Kalastöðum; átti Margrétu, dóttur séra Svein-
bjarnar á Staðarhrauni og frú Rannveigar Vigfúsdóttur
sýslumanns á Hlíðarenda; hún var góð og mikilhæf
kona; þau áttu mörg börn, þar á meðal Þorvarð prent-
smiðjustjóra í Reykjavík. — Þórður Þorvarðarson bjó í
Kalastaðakoti. — Sigurður Grímsson bjó í Katanesi.
Skilmannahreppur. Á Ósi bjó Þorlákur Ásmundsson
og Guðríður; áttu átta börn. — Á Hvítanesi bjó Jón