Selskinna - 15.05.1948, Síða 141
139
Pétursson, karlmenni til burða og atorkumaður til lands-.
og sjávar; seinni kona hans var Ingibjörg, systir Jóns
Þorsteinssonar landlæknis; börn hennar af fyrra hjóna-
bandi voru þeir Sveinssynir: Guðmundur á Háteig, Þor-
steinn á Bræðraparti, Jakob trésmíðameistari í Reykja-
vík og Guðrún kona Geirs Zoega kaupmanns í Reykja-
vík. Sonur Sveins og Ingibjargar var Sveinn á Gufunesi..
— Árni gamli og Valgerður bjuggu á Bekansstöðum,,
bæði í gömlum stíl. — Á Arkarlæk bjó Þiðrik Einarsson,,
móðurbróðir minn; átti Guðríði Sigurðardóttur frá Kata-
nesi; þau áttu nokkur börn, sem flest dóu ung; hjá þeim
var ég fimm ár. — í Kjalardal bjuggu tveir bændur:
Einar Þórðarson, bróðir Bjarna á Reykhólum, og Berg-
þór, báðir dugnaðarmenn. — Á Litlu-Fellsöxl bjuggu.
Markús og Guðrún, fátæk hjón, áttu mörg börn. — Á.
Stóru-Fellsöxl bjuggu þau Sigurður Ásgrímsson og Þór-
dís Oddsdóttir, kona hans, bæði í gömlum stíl; Þorsteinn
sonur hans dó úr holdsveiki. — Guðbrandur bjó á Klafa-
stöðum; átti Margrétu, ættaða frá Stóra-Botni; börn.
þeirra voru: Helgi og Margrét, bæði mannvænleg. Guð-
brandur var bróðir Bjarna á Kjaransstöðum. — I Litla-
Lambhaga bjó Sigurður Jónsson frá Hvítanesi; kona hans
var Ingibjörg dóttir Björns á Draghálsi; þau áttu átta
börn. Þorvaldur Björnsson frá Draghálsi bjó í Stóra-
Lambhaga, átti Guðríði frá Vogatungu, sem áður er sagt.
-—- 1 Innri Galtarvík bjó Hinrik Hinriksson, ekkjumað-
ur; tvö börn átti hann, Guðjón og Kristbjörgu; hún var
kona Jóns Ólafssonar frá Eyri og bjó hann þar eftir
Iiinrik. — I Ytri Galtarvík bjó Björn,25) sonur Bjarna
á Kalastöðum; hann var þar fyrir mitt minni; Guðrún
hét kona hans; dóttir þeirra var Guðrún, kona Ólafs á.