Selskinna - 15.05.1948, Page 146
144
ATHUGASEMDIR
og viSaukar eftir Ásmund Gestsson frá Ferstiklu
og Ólaf Þorsteinsson frá Kambshól.
1) Greinarhöfundur segir, að Landnáma geti ekki um
landnám á Akranesi, eða sé fáorð um landnám sunnan
Skarðsheiðar. Þetta er miðlungi rétt.
Akkerissteinn er fyrir sunnan Lækjames; hann er á
þeim stað, er þrjár ár falla saman og mynda einn far-
veg; eru það Leirá, Laxá í Svínadal og Urriðaá. Þar er
að vísu fært yfir um lágfjöru, og var kallað að fara fyrir
framan Stein. Beygist svo állinn til suðvesturs og rennur
sunnan Akureyjar.
Höfundur telur Hafnarskóg löngu horfinn, en svo er
alls ekki. Skógurinn er enn nokkuð mikill að víðáttu, þótt
lágviða sé.
Eiríkur Vigfússon bóndi í Ási í Melasveit var sonur
Vigfúsar prests Reykdals á Hvanneyri (1807—1812),
síðast í Meðallandsþingum, d. 1862. Kona hans var
Auðbjörg Jónsdóttir. Eiríkur var fjórði maður í karl-
legg frá séra Jóni Halldórssyni fróða í Hítardal, allir
prestar og prófastar, mjög kunn ætt. Kona Eiríks var
Sigríður Davíðsdóttir frá Sæunnarstöðum í Hallárdal.
Eiríkur dó í Ási á árunum 1864—7.
2) Séra Helgi Sigurðsson var hinn síðasti prestur á
Melum; þangað flutti hann frá Setbergi. Hann var
fæddur 2. ágúst 1815 að ísleifarstöðum á Mýrum. Faðir
hans var Sigurður Helgason hreppstjóri og dannebrogs-
maður á Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi og síðar á Fitjum
í Skorradal, gáfumaður og skáld gott. Kona hans, móðir