Selskinna - 15.05.1948, Side 150
148
var Ragnheiður dóttir Björns og Ástríðar á Hrafnabjörg-
um. Björn og Ragnheiður áttu eina dóttur, er dó bam-
laus.
12) Jón Guðmundsson á Draghálsi og Guðný Andrés-
dóttir áttu tvær dætur, Ingibjörgu, dó í æsku, og Þor-
björgu. Seinni maður Guðnýjar var Jón Sveinbjarnar-
son, bróðir Árna á Oddsstöðum og Björns á Þverfelli
í Lundarreykjadal. Fluttu þau hjón frá Draghálsi að
Kalastaðarkoti og þaðan til Ameríku, ásamt Þorbjörgu
dóttur Guðnýjar.
13) Erlingur á Geitabergi var lengi hreppstjóri Strand-
arhrepps og stýrði söng í Saurbæjarkirkju í mörg ár;
hann var sonur Erlings Árnasonar, Gestssonar prests á
Kjalarnesi, sem þjónaði þar um 40 ár og drukknaði í
Kollafirði árið 1752. Faðir séra Gests var Árni sonur
Simonar Árnasonar á Dysjum á Álftanesi; var hann
mikill fyrir sér, átti í erjum við séra Þorkel Arngríms-
son í Görðum, föður Jóns biskups Vídalíns.
Guðrún kona Erlings á Geitabergi var dóttir Guð-
mundar á Fossá, síðar á Miðsandi og síðast á Þyrli; var
hann ættaður frá Flekkudal í Kjós, föðurbróðir Bjarna
rektors. Börn Erlings og Guðrúnar vom þrjú, Margrét
á Eyri, sem fyrr getur, Guðmundur, átti Ragnhildi Árna-
dóttur, Jónssonar frá Leirá. Gestur, átti Guðrúnu dóttur
Guðmundar á Súlimesi, bróður Sigríðar Sveinsdóttur,
konu Davíðs Bjömssonar á Miðsandi. Móðir Guðrúnar
var Ingibjörg systir Jóns Sigurðssonar á Ferstiklu.
14) Jóhannes bróðir Jóns í Brennu átti Elísabetu dótt-
ur Snorra á Þórustöðum; þau fóru til Ameríku. Sig-
tryggur sornn- Snorra og Sigríðar bjó lengi á Þórustöðum