Selskinna - 15.05.1948, Side 151
149
eftir foreldra sína; átti fyrir konu Kristbjörgu Jónsdótt-
ur frá Sveinatungu.
15) Kona Þórðar Þorsteinssonar á Leirá var Rann-
veig Kolbeinsdóttir, hinn mesti skörungur, en synir
þeirra voru þrír: Kolbeinn, fyrri maður Lárettu Þorvalds-
dóttur frá Saurbæ, Þórður, er bjó á Leirá eftir föður sinn
og átti Guðnýju Stefánsdóttur frá Hvítanesi, og Vigfús;
fyrri kona hans var Ástríður Jónsdóttir frá Saurbæ, en
seinni kona Kristín Ólafsdóttir frá Stm-lureykjum.
16) Gísli Gíslason í Stóra-Botni var seinni maður Jór-
unnar Magnúsdóttur frá Þyrli, Þorvaldssonar, en fyrri
maður hennar var Bjarni Helgason, bróðir Erlings á
Geitabergi. Þeirra synir Sveinbjörn í Efstabæ og Bjarni
hreppstjóri, er bjó á Geitabergi, en dóttir Elísa, er dó
barnlaus.
17) Einar bóndi í Litla-Botni var Ólafsson frá Svarta-
gili í Þingvallasveit, Jónssonar frá Búrfelli í Grímsnesi,
V ernharðssonar.
18) önnur dóttir Davíðs og Sigríðar Sveinsdóttur á
Miðsandi var Ingibjörg, er átti Davíð Snæbjarnarson i
Vörðufelli, bróðir Guðrúnar á Brekku. Sonur Davíðs og
Ingibjargar var Þórðm1, gáfumaður og listrænn, faðir
séra Sigurðar prests í Vallanesi.
19) Guðrún, kona Lofts Bjarnasonar á Brekku, var
mesta greindarkona; þeirra börn Bjarni söðlasmiður, er
var lengi hreppstjóri á Bíldudal, bjó síðast í Reykjavík
og dó þar, og Ingibjörg, ljósmóðir, er býr á Akranesi.
Loftur varð ekki gamall, eftir hann giftist Guðrún Jóni
Teitssyni, þjóðhagasmið, ættuðum sunnan úr Kjós; þeim
varð ekki barna auðið.
20) Á undan Kristni Guðmundssyni bjó á Bjarteyjar-