Selskinna - 15.05.1948, Page 153
151
steinsson frá Kambshól; bjuggu þau lengi á Kalastöðum,
3) Pétur á Draghálsi, kvæntur Halldóru Jónsdóttur frá
Efstabæ, 4) Sigurður, kvæntur Ástu Ólafsdóttur, frá
Litla-Sandi, Gunnarssonar, 5) Helga, átti Magnús
Frímann Ólafsson frá Litla-Sandi, 6) Sigurbjörg, átti
Kristinn Guðmundsson á Bjarteyjarsandi, 7) Þuríður,
átti Jóhannes Jósepsson frá Hávarðsstöðum, 8) Ásmund-
ur, drukknaði ungur, 9) Gísli, dó ungur í Lambhaga,
10) Sigríður, dó háöldruð á Draghálsi, 11) Magnús, flutt-
ist til Ameríku og er hann enn á lífi í Winnipeg.
24) Sigríður, kona séra Þorvalds, var Snæbjamardótt-
ir, prests Björnssonar í Vestmannaeyjum. Auk Böðvars
og Snæbjarnar, sem nefndir eru, áttu þau Vilhjálm, sem
kaupmaður varð, Jón, prókonsúl í Reykjavík, Árna, verzl-
unarmann á Akranesi, Hólmfríði, er fór til Ameríku, og
Lárettu, sem fyrr er getið.
25) Björn bjó í Ytri-Galtarvik á undan Helga bróð-
ur sínum; voru þeir synir Bjarna bónda Helgasonar, er
þar bjó á undan þeim og síðar á Kalastöðum. Kona Helga
Bjarnasonar var Björg Halldórsdóttir, er að honum látn-
um varð síðar miðkona Jóhanns Helgasonar bónda í
Grafardal.
26) Guðmundur Ólafsson var fæddur 3. apríl 1825 á
Setbergi við Hafnarfjörð, sonur Ólafs Stefánssonar bónda
þar og konu hans Guðrúnar Gísladóttur, fyrrum bónda
á Setbergi, Jónssonar. Guðmundur nam búfræði í Dan-
mörku 1847—51. Reisti hann bú í Hvammkoti (nú Fífu-
hvammi) í Mosfellssveit og bjó þar frá 1853—56, sið-
ar að Gröf i Skilmannahreppi 1856—67, og á Fitjum í
Skorradal 1867—89; dáinn 11. nóv. 1889. Kvongaðist
1853 Vigdísi (d. 17. febr. 1903) Magnúsdóttur Waage