Selskinna - 15.05.1948, Side 156
154
giftur og á hann marga afkomendur. Síðasta kona hans
var Vigdís Guðmundsdóttir. Ein dóttir þeirra hét Mar-
grét; Eiríkur var hennar maður; dætur þeirra voru tvær:
Guðrún, tvígift og átti börn með báðum mönnum sín-
um, og Láretta Hagan, sem einnig átti börn. Sæmundur
í Býlu og Sigtryggur á Bræðraparti voru synir Guðmund-
ar í Tungu; eiga þeir báðir afkomendur á Akranesi.
Bræður Guðmundar í Tungu voru þeir Guðmundur
skipasmiður í Vörum, Helgi prentari í Viðey, Kári á
Bræðraparti, sem Kárabær er kenndur við; níu systkina
hefir heyrst getið.
Á Hóli bjó Jón Erlendsson 1860—68, síðar á Svarf-
hóli. Kona hans var Guðrún Hannesdóttir. Bæði voru
þau hjón ættuð úr Árnessýslu, hann úr Grímsnesinu.
Bróðir Jóns var Erlendur á Breiðabólsstöðum á Álftanesi.
Næst eftir Jón bjó á Hóli Narfi Jónsson, kona hans var
Hallfríður Jónsdóttir, en börn Narfi, Guðmundur, Jón,
Eiríkur og Hallfríður. Afkomendur þeirra er að finna
bæði á Akranesi og í Reykjavík.
Á Hurðarbaki bjó Sigurður Sigurðsson; kona hans var
Helga Ólafsdóttir frá Eyri. Sigurður byggði sér síðar bæ
í kirkjulandi Garða, ofarlega á Skaga, sem hann kallaði
Kirkjubæ; bjó hann þar til æfiloka. Börn þeirra: Þórunn,
kona Guðmundar Ásgeirssonar í Melaleiti, Gróa, kona
Guðjóns Þórðarsonar frá Vegamótum, Sigurður, ógiftur
og barnlaus, Árni, býr á Sólmundarhöfða; kona hans
Guðrún Þórðardóttir og Þóru Þorsteinsdóttur frá Kambs-
hól; þau hjón eiga fimm syni. Ólafur hét einnig son
Sigurðar í Kirkjubæ, hann ólst upp i Borgarhreppi og
mun eiga nokkra afkomendur í Hafnarfirði, en hin á
Akranesi.