Selskinna - 15.05.1948, Síða 157
155
Næst eftir Sigurð kom að Hurðarbaki Guðmundur
Guðnason, hann flutti þangað frá Kviarkoti í Þverárhlíð;
kona hans var Ingibjörg Hannesdóttir. Sonrn- þeirra hét
Guðni, átti Margréti Guðmundsdóttur frá Ingunnarstöð-
um í Brynjudal og Sigurlaugar Pétursdóttur frá Saurbæ
á Hvalfjarðarströnd. Guðni bjó á Neðra-Skarði og síðar
á Hvítanesi í Skilmannahreppi og þar búa nú þrir synir
þeirra. Halldóra hét dóttir Guðmundar á Hurðarbaki;
hún fór suður í Garð eða Leiru. fleiri munu börn þeirra
hjóna ekki hafa verið.
I niðurlagi greinar sinnar virðist sem höfundur líti
of dökkum augum á þær breytingar og viðhorf almenn-
ings til afkomu á Akranesi og í uppsveitum, eins og það
var um þær mundir er hann fór til Vesturheims. Hann
segir, að allt hafi tekið að ganga aftur á bak, að kaup-
menn hafi étið hver annan upp og dregist niður. Er svo
að skilja, að við komu verzlananna og breytta viðskipta-
hætti hafi öllu farið þar hnignandi. Er slíkt ekki eins-
dæmi um þá, er yfirgáfu landið á þeim tímum. Fyrst er
þess að geta, að vöruskipti milli sveitabænda og Akurnes-
inga héldust miklu lengur en fram um 1890 — haldast
jafnvel enn að nokkru. Nýir kaupmenn komu í stað hinna
fyrri, svo sem Thor Jensen, Vilhjálmur Þorvaldsson og
fleiri. Um þessar mundir má með sanni segja, að á
Akranesi hefjist endurreisnartímabil á mörgum svið-
um. Torfbæjunum fækkar og menn tóku að koma
upp yfir sig timburhúsum, sumum allmyndarlegum,
og ganga þar kaupmenn framarlega í fylkingu. Þar
var reist vegleg kirkja 1896, í stað hinnar gömlu
kirkju í Görðum, sem þá var lögð niður. Jarðrækt,