Selskinna - 15.05.1948, Page 159
157
Úr Flöguskallarímu.
Allir kannast við Aronsrímu Símonar Dalaskálds, enda
er hún hin mesta gersemi. „Sögðu sumir, að hún væri
það bezta, sem ég hefði ort“, voru orð Símonar sjálfs
löngu síðar. Rímuna kvað hann um norðlenzkan flökku-
lýð. En fleiri eru til rímur um svipað efni, og ein þeirra
er Flöguskallaríma. Þar er aðalsöguhetjan umrenningur
einn, mannleysa og miður góðgjarn, enda lýkur sögu
hans eigi vel. Þessi ríma hefir aldrei verið prentuð og er
því ekki almenningi kunn, og ekki mun vitað með vissu
um höfundinn. Sú sögn fær með engu móti staðizt, að
ríman sé eftir séra Snorra á Húsafelli, því að Flöguskalli
var enn eigi kominn til sögunnar á hans dögum og mun
eigi hafa verið fyrr uppi en söguhetjurnar í Aronsrímu.
Hitt mun þó efalaust, að ríman sé kveðin i Borgarfirði,
en þó var Flöguskalli norðlenzkur að kyni. Hún er snjallt
kveðin, undir ferskeyttum hætti (hringhendu), eins og
þessi erindi nægja til að sýna:
Heimskan mögur hreykti sér,
hreyf'ði böguspjalli.
Fífl úr sögum alþekkt er,
illgajarn Flöguskalli.
Hefir dregið heimskan tóm
hrók á vegi sleipa.
Þér eg segi þungan dóm:
Þurftir eigi að geipa.