Skírnir - 01.01.1855, Blaðsíða 29
Noregur.
FRJETTIR.
31
líkaíii mönnum illa hússtæfei þafc. sem þingmenn liöffeu valií), og vilja
nú reisa salinn á öbrum stab, enda mun og sá staíiur betur valinn.
Mörg nýmæli önnur gjörbust, sem Norbmönnum mega þykja
merkileg. þaí) var lögtekib, ab búlausir menn, sem ekki eru hjóna,
skuli ekki framar skyldir til ab fá sjer vist, hib sama er og lögtekiS
í Danmörku (sbr. lögmál 10. maí 1854, 8. gr.); en þó er nýmæli þetta
öllu ófrjálslegra en lög Dana, sem nú voru nefnd. þaí) er t. a. m. leyft
húsbændum ab flengja hjú sín, hvort þab er heldur karl efca kona. þab
sem einkum var orsök til þess, ab nýmæli þetta var gjört, var sá at-
burbur, ab nú fyrir rúmu ári síban þá stefndi ein af sveitanefndunum
nokkrum vinnumönnum fyrir lausamennsku; málib var lagt í 4óm, og
urbu mannaaumingjarnir alsekir um lausamennsku; var þá leitab á
nábir kommgs, en hann gaf þeim upp alla sektina af mfldi sinni.
Hjúalög Norbmanna hafa verib svo fjarskalega hörb, ab ef eitthvert
hjú fór úr vistinni fyrr en á skildaga rjettum, þá lá sú sekt vib, ab
þab skyldi hanga í gapastokk allan messutímann. þá var og gjört
þab nýmæli, ab leyft var útlendum skipum ab fara meb flutningum
og kaupskap milli kaupstaba í Noregi. þetta er nú reyndar því ab
þakka, ab Englendingar hafa leyft öllum þjóbum strandaferbir hjá
sjer, sem veittu hib sama í móti. Margar abrar breytingar voru
gjörbar á tolllögunum og verzlunarlögunum: 5 sk. tollur var lagbur
á hvert sykurpund, leyfisgjald fyrir brennivíns veitingar var hækkab,
og tollur af brennivíni um 2 sk., ábur var tollurinn 6 sk., svo nú
er afgjaldib 8 sk. af potti hverjum. En hins vegar hafa þeir minnkab
toll á ýmsri þarfavöru. Peningareikningur Norbmanna er ab skild-
ingatalinu til eins og spesíureikningurinn gamli á Islandi. I spesíu
hverri eru stórthundrab skildingar, henni er skipt í 5 mörk, og eru
24 skildingar í hverju; 10 skildingar norskir eru jafnsnjallir dönsku
marki, sem vjer köllum tískilding.
Mörg nýmæli hafa og verib gjörb, sem áhræra landslög. Erfba-
lögunum var þannig breytt, ab jafnt skulu erfa konur sem karlar,
eins og nú eru lög á íslandi. Schweigaard, háskólakennari í Kristj-
aníu, sem bæbi er ágætur lögfræbingur og manna bezt ab sjer í
Noregi í stjórnfræbi, varbi meb miklu afli þann rjett foreldranna,
ab þau mættu arfleiba börn sín eptir því sem þau vildu; en væri
engin arfleibsluskrá eptir þau libin,þá skyldu jafnan arf taka öll börn