Skírnir - 01.01.1882, Blaðsíða 20
22
ENGLAND.
ingum hefir farið sem öðrura, er hafa með ofriki gert - sjer aðra
háða, að þeim hefir svo lengi ekki komið annað til hugar enn
að neyta afls og yfirburða, þegar undirlægjur þeirra tóku að
óspekjast, i stað hins, að þýða hug þeirra með góðfýsi og
sannsæi.*) það er ekki meira enn 14 ár siðan, að Gladstone
kom Englendingum til að bregða á annað ráð. 1868 — árið
eptir uppreisnartilraunina siðustu, sem að framan er getið —
bar hann upp nýmælin um afnám „ríkiskirkjunnar“ á írlandi,
eða tiundargjald kaþólskra manna til kirkna hennar og klerka.
Gladstone hafði sagt á kjörfundinum i Lancaskiri (1868), að
á írlandi stæði eitt úpastrje (eitruð trjátegund sem vex á Java)
með þremur greinum. þær væru „hákirkjan1* eða „ríkiskirkjan",
landsleigulögin og skólaástandið. Hann kvað sjer einráðið, að
högga þær af allar. Nú var ein þeirra farin, og tveim árum
siðar bar hann öxina að annari, er hann bar upp þau nýmæli
til endurbóta á landsleigulögunum, sem gerði landsetana rjett-
næmari fyrir landsdrottnum sínum, enn þeir höfðu áður verið,
takmörkuðu útbyggingarrjettinn, og gerðu landsdrottni skylt að
greiða landsetanum endurgjald fyrir þær jarðarbætur sem hann
hefði gert, ef honum yrði vísað frá jörðinni. þingmönnum íra
þótti hjer naumt af tekið, því i rauninni fóru nýmælin ekki
lengra enn tiðska var til í sumum hjeruðum á írlandi, t. d.
Ulster. En heima á írlandi þótti fólkinu enn minni hlít að
lögunum, og þar ollu þau í fyrstu bæði deilum og róstum, og
það fylgdi, að Irar efldu af ákafa nýtt fjelag, h e imastj órnar-
fjelagið, með forustu ísaks Butts; sbr. Skfrni 1872. Allt
um það hjelt Gladstone áfram stefnunni og bar upp nýmæli til
*) írskur rithöfundur og þingmaður (Justin Mc. Carthy), sem vjer höfum
tekið sumt eptir í þessari grein, líkir ensku stjórninni við óþolinmóða
og heimska barnfóstru, sem verði það fyrst fyrir að lemja barnið i
hvert skipti sem það hljóðar, i stað þess að gá að, hvað að því kunni
að ganga. Hyggin stúlka fari öðruvísi að, hún leiti fyrst eptir, hvað
barnunganum kunni að vera að meini, og hún finni, að hann æpir ekki af
engu, ef t. a. m. títuprjónsoddur stendur í hörundi hans. Um ensku
stjórnina verði það sannast sagt, að hún hafi ávallt haft ’höggin til
reiðu, þegar ópin heyrðust frá írlandi.