Skírnir - 01.01.1882, Qupperneq 22
24
ENGLAND.
fair rent (sanngjörn landskuld). Ábúðin er miðuð við 15 ár,
og innan þeirra útgöngu má ekki hækka leigumálann. Ef
landsdrottinn vill að þeim tima liðnum auka leigugjaldið, en
hinn kýs heldur að sleppa jörðinni, þá á landsetinn heimtingu
á borgun fyrir allar þær jarðarbætur sem hann hefir gert. Um
þriðja atriðið, eða landskuldina er svo mælt fyrir, að leigu-
málagerðinni skuli skotið undir hjeraðsdóminn, ef landsdrottni
og leiguliða getur ekki samizt. Enn fremur er ný dómnefnd
sett til at að rannsaka öll misklíðamál með landeigendum og
leiguliðum, og skera úr öllum þeirra lagaþrætum, sem orðið
hafa og verða kunna. Henni er og gefin heimild á að veita
þeim leiguliðum fjárlán — 3U jarðarverðsins — sem vilja kaupa
leigujörð sína, og skal það goldið aptur á 35 árum með 5 af
hundraði á hverju ári. þetta lánsfje skal tekið úr eignarsjóði
ennar fyrri „ríkiskirkju11, sem öllum skal varið í Irlands þarfir.
J>að er og ákveðið í lögunum, að fátækum mönnum skuli veittur
ferðastyrkur úr ríkissjóði, sem vilja fara af landi burt til ból-
festu eða atvinnu í landeignum Englendinga í öðrum álfum.
Dómnefndin eða „landnefndin,, (landleigudómurinn), sem hún
er kölluð, hefir þegar hleypt niður leigugjaldinu um 25—30 af
hundraði í sumum hjeruðum, og um nýár, höfðu allt að 50
þúsundum bænda skotið til hennar kærumálum sínum. það er
hægt að sjá, hve langvinnan starfa nefndin á fyrir höndum, ef
málspörtunum semst ekki sín á milli, því þó hún gæti komið
10 málum af á hverjum virkum degi, þá yrði það að taka
hjerumbil 15 ár, að koma lyktum á þau öll. þetta þótti góðs
viti i fyrstu, er það virtist, sem Irar væntu sjer góðs af lög-
unum, og alþýðan mundi sjá, að annað mundi ekki betur gef-
ast; en vjer skulum nú bráðum sýna hvernig allar góðar vonir
hafa brugðizt á Irlandi i því efni, og til hverra frekari neyðar-
og nauðungar-úrræða stjórnin hefir orðið þar að taka. Lang-
vinnar urðu umræðurnar um nýmæli Gladstones, og fulltrúar
íra (af Parnells flokki) beittu enn öllum brögðum til að tefja
framgang þeirra, og loksins varð þingið (neðri málstofan) að
breyta út af þingsköpunum til að vinna bug á mótstöðunni.
Lögin voru samþykkt í lávarðadeildinni í miðjum ágústmánuði.