Skírnir - 01.01.1882, Side 25
ENGLAND.
27
að þessum hótunum. Rjett undir þinglok vakti Parnell merki-
lega umræðu í neðri málstofunni, er hann og fleiri af þing-
mönnum íra skoruðu á ráðherra innanríkismálanna (William
Harcourt) að gefa aptur gömlum sökudólgi (frá enum fyrri
Feníatímum), Davitt, sem getið er um í „Skírni“ 1881 (29. bls.),
lausn úr varðhaldi. Af ræðu Parnells fengu menn nú að vita,
að Michael Davitt væri höfundur og stofnandi bændafjelagsins.
Maðurinn hafði verið dæmdur fyrir landráð til 15 ára varð-
haldsvistar, en þá lausn epir 8 (9?) ár, og fór þá til Vestur-
heims. Hann kom aptur til Irlands 1880, og tók til funda-
halda, sem seinast urðu með því móti, að stjórnin varð að
láta taka hann fastan. þeir Parnell báru honum sem bezt
söguna, og Parnell las mart upp úr ræðum hans, sem átti
að sanna, að Davitt hefði mælt flest í græzkuleysi, og salcar-
giptin væri helzt af öfgum einum gerð. Ráðherranum varð
ekki erfitt um andsvörin, og benti mönnum á, hver skil fengj-
ust af orðum Parnells um eðli og uppruna bændafjelagsins, en
kvað sjer vel kunnugt um samband þess við Feníafjelagið, og
hverjar Feníakenningar Davitt hefði prjedikað á fundunum.
Hann hefði á einum stað sagt, að það væri Feníum að þakka,
er „ríkiskirkjan" væri af tekin, því Englendingum hefði orðið
heldur bilt við sprengihvellinn í Clerkenwell. Á öðrum fundi
hefði honum farizt svo orðin, að Englendingar yrðu sjálfir að
ábyrgjast, hvað í gerðist, þegar Ira brysti þolinmæðina, þegar
þeir yrðu að rísa upp undan harðúðarfargi þeirrar stjórnar,
sem hvorki hirti um rjettindi annarar þjóðar, nje það traust
vonarinnar, sem hún fyrir Guðs náð hefði erft eptir forfeður
sína. Já Englendingum yrði sjálfum f koll að koma, ef „úlf-
hundurinn“ irski (þ. e. Feníar, eða írasambandið í Ameriku)
stykki handan yfir hafið, og rifi þá á hol til hjarta, sem með
stjórnarvaldið færu; það væri bændafjelagið, sem hefði haldið
honum aptur. Ráðherrann kvað hverri stjórn vorkunn, þó hún skær-
ist í leikinn, er slíkt væri talað til fólksins á almennum funda-
mótum — og gamall sökudólgur hennar ætti í hlut, bandingi
úr Fenialiði. Um það er nýmæli Gladstones voru i lög leidd,
tóku tiðindin frá Irlandi að versna á ný, og það var hægt að