Skírnir - 01.01.1882, Síða 31
FRAKKLAND.
33
upp með því að færa út endimerki landeigna sinna í Afríku,
og taka heimildartökum á Túnis. Waddington á næstum að
hafa orðið bilt við, og tekið þvi máli sem fjarst. Allt um það
ætla sumir, að Frakkar hafi á litillætisárum sínum — og þó
ekki sízt er þeir ljetust vera sem hræddastir við öll afskipti
af eða ábyrgð á útlendum málum, t. d. deilumáli Grikkja við
Tyrkjann (sjá inngang „Skírnis“ í fyrra) — búið það undir,
sem fram kom i fyrra vor i Túnis. En hvað sem þvi líður,
þá kom það næstum eins flatt upp á menn i fyrra vor, er Frakkar
risu upp fyrir veg sínum og völdum, og sendu her suður til
Afríku, og hitt í fyrri daga, er Hávarður karl ísfirðingur stökk
úr rekkju sinni og hertýgjaðist til hefnda. þetta var því áræð-
ismeira, sem þeir máttu vita það fyrir fram, að eigi færri enn
þrjú mikil riki mundu líta öfundaraugum á árangur þeirra í
Túnis. Vjer eigum við Spán, Italíu og íingland. þess er
getið í frjettaþættinum frá Tyrkjaveldi i fyrra, að Frakkar
neyddu Túnisjarl til að ganga að þeim sáttmála (12. maí) —
„Bardósáttmálanum11, eða „sáttmálanum i Kasar-Said“ — sem
gerir Túnis að þeirra skjólstæðislandi og heimilar þeim tilsjón
með lögum þess og landstjórn. En með þessu var ekki öllu
lokið, og Frakkar hafa orðið að kenna á þvi, hvern vanda
þeir tókust hjer á hendur. þeir hafa reynt það í Alzír, hversu
erfitt það veitir að gera sjer holla svo stæka Múhameðstrúar-
menn, sem Arabakynflokkarnir eru í þeim löndum, og nú mátti vita,
hvert hneyxli það mundi verða Túnisbúum, er þeir sáu að
höfðingi þeirra hafði selt landið kristnum mönnum i hendur
— sem þeir kölluðu — en á móti átti það að koma, að Frakkar
skyldu halda fyrir honum sldldi, og verja völd hans og metorð
á móti sjálfum þegnum hans, þegar svo bæri undir sem nú.
Vjer skulum í stuttu máli greina, hverjar þrautir Frakkar hafa
átt að vinna þar syðra, bæði í Alzír og Túnis. Af jarlinum í
Túnis heimtuðu þeir, að hann skyldi hegna þeim kynflokkum,
sem höfðu gert usla og framið rán innan Alzírs landamerkja.
Jarlinn ljet lið leggja af stað, en það æsti landsbúa því meir,
er þeir vissu, hverra erindi hjer skyldi rekið. Sveitum jarls-
ins varð litið ágengt, og fóru þær halloka fyrir uppreisnar-
Skírnir 1882. 3