Skírnir - 01.01.1882, Page 58
60
BELGÍA.
Belgía.
|>ó þetta ríki sje nokkurskonar griðland Evrópu eða skjól-
stæðingur stórveldanna, þá hefir Belgum ekki þótt það einhlítt
að eiga ráð sitt og traust í þeirra verndarhendi, en eflt ár af
ári her sinn og landvarnir með miklum tilkostnaði. Vjer
þurfum ekki annað enn nefna kastalavirkin miklu við Antwerpen,
er þeir bjuggu til eptir áeggjan Englendinga. Að tiltölu er
Belgia fjölbyggðasta land í vorri álfu*), og þar með vellauð-
ugt, svo að íbúar þess geta átt mikið undir sjálfum sjer, þar
sem til landvarna kemur, ef þeir vilja ríflega til leggja. f>ess
eru líka allir dugandi menn í Belgíu mjög fúsir og hvetjandi,
og er Leópold konungur hjer fremstur í flokki. 5. septem-
bermánaðar vígði hann mikið hafnarlægi í Gent og talaði þá
langt erindi um verzlun og farmennslcu Belga, um iðnað þeirra
og auðsæld, en í lok ræðunnar vjek hann máli sínu að land-
vörnunum. „f>að er trú min“, sagði hann, „að oss beri öllu
fremur að treysta landvarnir vorar um leið og vjer eflum auð
vorn og velmegun. Mikið e'r þegar að gert, og hitt miklu
minna, sem á þarf að auka, en í þeim efnum má ekkert ógjört
eptir liggja, þvi undir því er frelsi lands vors komið og óhult-
leiki. það er sannfæring mín, að hver sú þjóð á sjer fall vís-
ast, sem vanrækir það á friðartímunum að búa vel að sjer til
tryggingar í gegn þeim stormum, sem á kann að skella fyr
enn von um varir, eða að koma þvi svo í vörzlur sem hún hefir
aflað, að fósturlandið sje vel vörnum horfið, og eigi sem minnst
á hættu“. Mönnum þótti ræða „friðlandskonungsins" helzt þess
vottur, hve öllum þætti ótryggilega um friðinn búið í álfu vorri,
og ' engum duldist, að þar sem hann minntist stormanna, átti
hann við nýja styrjöld með þjóðverjum og Frökkum, en opt
hefir um það verið talað, í hverja freistni hvorutveggju mundu
komast, ef svo bæri undir, að verða hvorir um sig hinum fyrri
á varðstöðvar í Belgíu, eða leggja um hana herleiðina. f>að
*) 535 ferh. mílur með nálega ð’h millíón manna.