Skírnir - 01.01.1882, Blaðsíða 70
72
Þýzkaland.
og að valdstjórnin hafi látið alla þá bæi eða hreppa koma
hart niður í skaðabótum, þar sem þau tíðindi urðu. Sum
blöðin hafa gefið í skyn, að Bismarck væri Júðahatendum sinn-
andi undir niðri; en í haust ljet hann um þetta öll tvímæli
af tekin, er honum fórust svo orð við einn iðnaðarmeistara af
Gyðingakyni: „Jeg er með öllu mótfallinn kergjustreitunni á
móti Gyðingum, hvort sem litið er til kyns eða trúar. Menn
gætu með sama sanni vikið sjer að þýzkum mönnum, sem kyn
sitt eiga að reka til Póllands eða Frakklands, og sagt við þá,
að þeir væri ekki í þjóðverja tölu. |>að getur vel verið, að
Gyðingar felli sig betur við kaupskap enn aðra atvinnu, en
þetta kemur þó líkast til af því, að þeim hefir verið svo lengi
margs meinað, og þó þeir verði í fjárgróða öðrum drjúgari, þá
nær hitt engri átt, að gera slíkt að æsingarefni í móti þeim.
Mjer þykir það viðurstyggilegt, er menn æsa svo upp öfund
og hatur alþýðunnar. Jeg skal aldri láta það við gangast, að
Gyðingar missi minnsta hæti af þeim rjettindum, sem ríkislögin
hafa þeim heimilað1'.
Eitt af þeim málum, sem Bismarck hefir haft mikið fyrir,
er inndráttur Hamborgar í tollsamband enna þýzku ríkja. þessi
þraut er nú unnin, og gengu Hamborgarmenn að þeim kostum,
sem boðnir voru, 15. júní.
I Elsas og Lothringen mæta þjóðverjar sömu tregðu sem
fyr af hálfu franska fólksins, og vill það með engu móti sætta
sig við þau umskipti, sem orðið hafa. Allur þorri manna í
þeim löndum situr enn svo við sinn keip, að þeir einir náðu
síðast kosningum til alríkisþingsins i Berlín, sem mótmæla
sambandinu við þýzkaland, og segja að landsbúar liggi undir
ofríki og ólögum. Landsjórinn, Manteuffel marskálkur, leitast
opt við að þýða hugi landsbúa með mjúkum orðum, og
segir að þeim sje vorkun þó þeim sárni að hafa orðið viðskila
við annað eins land og Frakkland sje, en það sje þó trú sín,
að harmar þeirra deyfist með tímanum, og þar komi, að allir
uni vel högum sínum. Hann þykist og heita þeim mestu fríð-
endum, er hann segir, að fullt ríkisforræði landanna skuli
koma í móti hollustu þeirra og þegnlegu bróðurþeli til þjóð-