Skírnir - 01.01.1882, Page 80
82
AUSTURRÍKI og ungverjaland.
æfustu af þeim flokki eru Tisza afar gramir, og þeir sæta hverju
færi til að veita honum hörð ámæli. þeir kalla, að hann hafi
gengið af trú sinni í stjórnmálaefnum, og á særi sín við frelsis-
flokkana í fyrri daga. l'isza lofar þeim að rausa — en veit
líka, að þeir geta ekki orðið sjer hættulegir.
Mannalát: Auk Haymerles skal enn þriggja manna
getið. 31. maí gó Stefán Gorove, 62 ára gamall, einn af
forvígisskörungum Madjara, þegar þeir vildu brjótast undan
Austurríki (1848). þeir Kossuth tóku það skjal saman, þar
sem Ungverjar sögðu skilið við Austurríki. Síðar fylgdi hann
Kossuth i útlegð, en þá uppgjöf saka eptir 8 ár. þegar sáttir
voru komnar á með Austurríki, fylgdi hann Deaks flokki, og
stóð seinna fyrir verzlunarmálum í ráðaneyti Andrassýs. —
13. júni dó einn af hinum frægustu læknum í Austurríki, Jósef
Skoda, prófessor við háskólann í Vín. Hann var son fátæks
járnsmiðs í Pilsen (í Böhmen). Hann hefir fundið fyrstur betri
og nýrri aðferð til rannsókna á brjóstveiki, hjartameinum og
öðrum innankvillum, sem er i því fólgin, að klappa á utan og
hlusta eptir. Að endingu skal eins manns getið fyrir þá sök,
að forlög hans hafa orðið eins margbreytileg og hann hefir
verið fjölþreifinn að leita frama og giptu. Maðurinn er A.
Jochmus, hermarskálkur i her Austurríkiskeisara og „fríherra
af Cotignola“. Hann var fyrir flotamálum og utanríkismálum í
Frakkafurðustjórn þýzka sambandsins, sællar minningar (1848).
Fyrir þann tima er framaferil hans svo að rekja. Hann var
búðarsveinn í Hamborg, þegar framafýsin þreif hann, og hann
ferðaðist til Parísar. þaðan rjezt hann til Grikklands og gekk
í þjónustu (1827) bæði á sjó og landi — á flota Cochranes
lávarðar og í landliði Churches hershöfðingja. Eptir það gekk
hann (1835) á mála hjá Karlungum á Spáni, en hljóp skjótt úr
liði þeirra i hersveitir Kristínar drottningar, og sýndi hjer svo
örugga og hermannlega framgöngu, að hann náði á tveim
árum æztu foringjanafnbótum. 1840 hjelt hann til Tyrklands,
tók þátt í umsátrinu um St. Jean d’Acre, og hlaut að lyktum
þær virðingar af soldáni, að hann varð „pasja með þremur