Skírnir - 01.01.1882, Side 86
88
RÚSSLAND.
ræta það allt, sem inn er komið frá öðrum, og sá i þess stað
hreinu rússnesku fræi.
Zarvaldið á að standa ótakmarkað sem til þessa, og má
vera að það hæfi Rússum bezt. Fám dögum síðar enn sú
boðan keisarans var birt, sem nefnd er í byrjun þessa þáttar,
kom annað brjef frá ráðherra innanríkismálanna (Ignatjeff), sem
boðaði nýjar umbætnr á landslögum og skipunum, og komst
svo að orði, að eins nauðsynlegt og zarveldið — þ. e. ótak-
mörkuð einvaldsstjórn — væri á Rússlandi, væri og samverkn-
aður þess og fólksins. þetta var nánara skýrt og útlistað í
nýrri boðunarskrá frá keisaranum (í nóvember), þar sem talað
er um ný fylkjaráð, hjeraðaráð og sveita eða hreppa nefndir,
og svo tengslin milli þeirra og aðalstjórnarinnar i Pjetursborg.
Til að semja tilskipanir og reglugjörðir í þeim greinum hafa
margar nefndir verið settar, og i öllu þessu hefir Ignatjeff,
sem ötullegast fram gengið. «En“, segja menn, „þetta eru
venjutíðindi frá Rússlandi, þar hefir lengi ekki á öðru gengið
enn boðunum stjórnlegra nýgervinga, nefndakjöri og nefnd-
agerðum, ályktum fylkjaráða um fylkjamál og fylkjanauðsynjar,
skjalaskeytum frá Pjetursborg og til Pjetursborgar, en þó hefir
allt komið niður í sama stað, og engu áleiðis miðað“. Höf-
undur greinarinnar i „Deutnche Bundschauu, sem fyr er nefnd-
ur, ætlar að svo muni enn fara um nefndir Ignatjeffs, og um
það sem þær skrásetja. Ef að reyndinni er farið, þá er og
líkast, að það verði ekki annað enn sápuvatnsbólur, sem þeytt
er út, að þær svífi um stund fyrir sjónum manna og hjaðni
síðan. Hann segir, að það eina sem liggi eptir enar nýju
nefndir, sje breyting á búningi hermannanna, en þær hafi gert
hann einfaldari og líkari búningi rússneskra bænda.
Hvað langt stjórn keisarans er komin með upprætingu
gjöreyðandafjelagsins er ekki hægt að segja, en tvennt er
áreiðanlegt, að fjöldi níhílista hafa verið höndlaðir, og meðal
þeirra margir, sem við morð og stórglæpi hafa verið riðnir, og
að tilræði þeirra hafa orðið sjaldnari. Af þeirra flokki mun
sá maður hafa verið, sem taldi svo um fyrir slarkaramenni, er
vildi stytta sjer stundir, að hann skyldi ávinna sjer frægilegri