Skírnir - 01.01.1882, Page 109
DANMÖRK.
111
betri viðureignar enn fyr, og nú skullu ámælin sem harðast á
ráðherrunum, er þeir hefðu skotið máli sínu til kjósandanna,
fengið tvívegis ótvíræðar áminningar um hvað fólkið vildi, og
að þeir ættu sem fyrst að þoka fyrir þeim, sem þjóðin treysti
betur, og svo frv., en nú sætu þeir þrásetu sem fyr, og ljetu
öll þau landsmál bíða bóta, sem eigi yrði fyr ráðið til lykta,
enn Estrúp hefði selt stjórnvölinn öðrum manni í hendur.
þriðja tilraunin með fjárhagslögin fór sem hinar fyrri, og við
þá lokleysu lauk þingstörfunum 30. ágúst. Nýtt þing var sett
3. okt. en til ársvinnu tekið 29. nóvembermánaðar, og nú heyrðu
menn allt hið sama lesið og sungið sem kunnugt var áður —
en það skal þó til nýnæmis telja, að sumir af skörungum hægri
manna (Klein) veittust að stjórninni og töldu á hana fyrir það
er hún hefði ekki þegar lagt fjárhagslögin 1881—82 fyrir þingið.
það sem Klein kallaði hjer ólög, kváðu aðrir lögvitringar lög-
legt og rjett í alla staði. Sagt var að þetta mundi vita á, að
skjaldborg ráðaneytisins færi að rofna, en hvað af slíku rætist,
verða frjettirnar að herma í næsta sinn, en á hitt skal drepið
i viðaukagrein þessa árgangs, ef svo ólíklega fer, að ráðherr-
arnir kjósi að skila af sjer veg og vanda.
þó árið yrði ekki hið bezta, og uppskeran í haust vart í
meðallagi, þá hefir vel þótt til takazt um atvinnu og gróða-
vegi, verzlun hlutbrjefaíjelög og þesskonar athafnir og fyrirtæki.
Vjer nefnum gufuskipaíjelagið sem nefnist „Thingvalla“ eptir
fyrsta gufuskipi þess, sem svo var látið heita í höfuðið á þing-
velli (eða þingvöllum). Fjelagið hefir árið sem leið látið smiða
tvö ný gufuskip, afar stór og ætlað til flutninga farma og
manna milli Kaupmannahafnar og Newyorkar. Ný hlutbrjefa-
Qelög eru: „Gufumylnufjelagið í Kaupmannahöfn“ — mölunar
hús þess og vjelar bæði i Kaupmannahöfn og í Málmhaugum,
allt hið stórkostlegasta, sem finnst á Norðurlöndum þeirrar
tegundar — hlutbrjefafjelagið til vínandagerðar, (De danske
Sprilfabrikker) og er það saman dregið af því mikilfenglegasta
í þeirri atvinnu Dana, og fjelagið í Helsingjaeyri til skipasmiða
(Helsingurs Skibsbyggeri). — Af nýju stórhýsi, sem albúið varð
árið sem leið, skal nefna skólann í Fredericia fyrir daufa og