Skírnir - 01.01.1882, Page 111
DANMÖRK.
113
sem lög gera ráð fyrir. Fjelagið i Kaupmannahöfn er ekki
fáliðaðra enn við mátti búast (2000 fjelagar), en til þessa er
ekkert upp komið af því sem við þarf til bálfara, sem er:
kapella til líksöngva, brennuskáli með ofni, geymslustaður fyrir
öskukrukkur, og fl. A útförinni sjálfri verður munurinn ekki
svo mikill, eptir því sem tíðkast t. d. í Gotha og Mílanó. í
Gotha er kistunni hleypt af stallanum, þegar líksöngurinn (og
ræðan) er búinn, niður um kapellugólfið, en þar tekur vagn við
eða sleði, sem ekur henni um göng til brennuskálans. Síðan
vitja þeir ösku ens framliðna sem vilja og hafa svo til skilið
við umsjónarmann brennunnar og svo allt undir búið. Hvað
líkið sjálft snertir, þá er munurinn ekki annar, en að það
brennur hjer á skömmu bragði, sem bíður í jörðunni lang-
vinns bruna, en getur þaðan sent frá sjer ótal eiturkveikjur
upp í loptið — það lopt, sem þá á að næra, sem eptir og
síðar lifa.
A umliðnu sumri voru að venju ymsir fundir haldnir, og
skal hjer tveggja getið. Lögfræðingar Norðurlanda hjeldu
fjórða fund sinn i Kaupmannahöfn 25.—27. ágúst, og lutu
umræðurnar, sem fyr, að því hvað hvert ríkjanna þyrfti að gera
til samfellu rjettar og laga í ymsum greinum. þar var t. d.
ræðt um, hvað í hverju þeirra skyldi til skilið um þegnskap eða
þegnrjett (fyrir menn úr einhverju hinna), um hvað skuli varða
eptir lögum á Norðurlöndum, er menn eiga hendur sínar að
verja, um ákvarðanir í lögum um gjaldþrot, þegar þrotsmaður-
inn á eignir i öðru landi og fl. þessháttar. — Hinn fundurinn
var aldanskur. það var fundur presta og leikmanna, sem fylgja
kenningum Grundtvigs, og var haldinn (2.—4. ágúst) í Askov
á jótlandi. þar er bændaháskóli. Fundarmenn voru eitthvað
um 800 að tölu — bæði karlar og konur — en af þeim voru
120 prestar. Hjer var ræðt um ymsar breytingar í frjálsari
stefnu á kirkjulögum eða kristinrjetti „hinnar dönsku þjóðar-
kirkju“. Surnt laut að þvi að gera prestana frjálsari, t. d. taka
af þeim heitskyldu (Prœstelöýte) við vigslu, lofa þeim að ráða,
hverja handbók eða sálmabók þeir kysu, þegar um slikt væri
að velja. Enn fremur skyldi mega vígja þá menn til prests, sem
Skírnir 1882. 8