Skírnir - 01.01.1882, Side 113
DANMÖRK.
115
(7. september), sem hefði fært nokkrum prestum þjóðarkirkj-
unnar frá honum ávitanir“. þeir voru mjög fáir af hægri
manna liði, sem veittu hjer ráðherranum fulltingi.
það er nokkuð ámynt um ritdeilurnar og stjórnmála-
þræturnar hjá Dönum, að allt stendur hjerumbil í sama stað,
en þó mun óhætt að fullyrða, að bardaginn sje farinn að hall-
ast heldur á „hægrimenn“, en hjer er líka greint eptir „hægri“
og „vinstri“, sem getið hefir verið í fyrri árgöngum þessa rits.
En vjer þurfum ekki að minna neinn á, að guð skiptir hjer
opt giptu fyr enn von um varir, en ákafinn er optast þess
vottur, að þeir sem sannleikann þykjast hafa allan höndlað,
hafa tekið „ský höndum en enga Júnó“ (Nubern pro Junone).
Hin yngri skáld og rithöfundar, sem kalla Georg Brandes
höfuð sitt og forustu, bera þegar hina eldri ofurliði bæði að
tölu og framleiðslu nýrra rita. En það mun enn fara sem svo
tiðum fyr, að rísi einn afburðamaður upp fyrir þeim álitum,
sem fyrir ónægum rökum hafa fallið, þá rjetta þau aptur sinn
hluta fyrir orku afburðamannsins, hversu margir sem í móti
honum ráðast. Oss virðist sem Brandesar liðar láti á stundum
svo, sem álit þeirra og dómar sje öðrum lögum og forlögum
háð enn álit og dómar annara manna. það má um þá segja
sem sagt er um þórð í sögu Gísla Súrssonar, þar sem hann
sat í steðanum i kápu Gísla, að „þeir hrósi sjer heldur“, eða
meir en góðu gegni. Skyldi það vita á, að á þeim eigi að
rætast málshátturinn danski: Hovmod staar for Fald (skömm
er óhófs æfi)? En hvað sem þessu líður, þá verður því ekki
neitað, að það sem umliðið ár liggur eptir þá, sem vinstra
megin standa, ber flest langt af þvi, sem hinir hafa ritað.
Vjer tölum hjer að eins um skáldritin. þó vjer höfum hvorki
tima nje rúm til að lýsa neinu, þá viljum vjer nefna það sjerí-
lagi, sem þeir hafa samið Holger Drachmann og Sophus
Schandorph. Frá hinum fyrnefnda hefir komið ágætlega fögur
skáldsaga, sem heitir „Vandenes Datter“, og honum eru eignuð
ljóð í þáttum, sem heita „Gamle Guder og Nye“. Höfundur
þeirra nefnist Svend Tröst. Eptir Schandorph er löng skáld-
saga, sem heitir „Thomas Friis“, og má þar kenna berlega
8*