Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1882, Page 113

Skírnir - 01.01.1882, Page 113
DANMÖRK. 115 (7. september), sem hefði fært nokkrum prestum þjóðarkirkj- unnar frá honum ávitanir“. þeir voru mjög fáir af hægri manna liði, sem veittu hjer ráðherranum fulltingi. það er nokkuð ámynt um ritdeilurnar og stjórnmála- þræturnar hjá Dönum, að allt stendur hjerumbil í sama stað, en þó mun óhætt að fullyrða, að bardaginn sje farinn að hall- ast heldur á „hægrimenn“, en hjer er líka greint eptir „hægri“ og „vinstri“, sem getið hefir verið í fyrri árgöngum þessa rits. En vjer þurfum ekki að minna neinn á, að guð skiptir hjer opt giptu fyr enn von um varir, en ákafinn er optast þess vottur, að þeir sem sannleikann þykjast hafa allan höndlað, hafa tekið „ský höndum en enga Júnó“ (Nubern pro Junone). Hin yngri skáld og rithöfundar, sem kalla Georg Brandes höfuð sitt og forustu, bera þegar hina eldri ofurliði bæði að tölu og framleiðslu nýrra rita. En það mun enn fara sem svo tiðum fyr, að rísi einn afburðamaður upp fyrir þeim álitum, sem fyrir ónægum rökum hafa fallið, þá rjetta þau aptur sinn hluta fyrir orku afburðamannsins, hversu margir sem í móti honum ráðast. Oss virðist sem Brandesar liðar láti á stundum svo, sem álit þeirra og dómar sje öðrum lögum og forlögum háð enn álit og dómar annara manna. það má um þá segja sem sagt er um þórð í sögu Gísla Súrssonar, þar sem hann sat í steðanum i kápu Gísla, að „þeir hrósi sjer heldur“, eða meir en góðu gegni. Skyldi það vita á, að á þeim eigi að rætast málshátturinn danski: Hovmod staar for Fald (skömm er óhófs æfi)? En hvað sem þessu líður, þá verður því ekki neitað, að það sem umliðið ár liggur eptir þá, sem vinstra megin standa, ber flest langt af þvi, sem hinir hafa ritað. Vjer tölum hjer að eins um skáldritin. þó vjer höfum hvorki tima nje rúm til að lýsa neinu, þá viljum vjer nefna það sjerí- lagi, sem þeir hafa samið Holger Drachmann og Sophus Schandorph. Frá hinum fyrnefnda hefir komið ágætlega fögur skáldsaga, sem heitir „Vandenes Datter“, og honum eru eignuð ljóð í þáttum, sem heita „Gamle Guder og Nye“. Höfundur þeirra nefnist Svend Tröst. Eptir Schandorph er löng skáld- saga, sem heitir „Thomas Friis“, og má þar kenna berlega 8*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.