Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1882, Page 115

Skírnir - 01.01.1882, Page 115
DANMORK. 117 ráð fyrir gert, að hann verði afhjúpaður á fæðingardag hans í sumar komanda. — 11. júlí dó Vilhelm C. S. Topsöe, rit- stjóri þess blaðs, sem heitir „Dagbladet“ og einna mest er metið af blöðum hægri manna. Topsöe var vel að sjer og einn af beztu rithöfundum Dana. Auk ferðasögu frá ferð hans í Ameríku (Bandaríkjunum norðurfrá), sem snúið var á ensku, og þótti ágætlega samin, hefir hann samið nokkrar skáldsögur — „Jason med det gyldne Skind“, „Fra Studiebogen11 og „Nutidsbilleder11 — og hafa þær allar aldarblæ seinni tíma, einkum hin fyrst nefnda, en eru taldar með enu bezta sinnar tegundar á Norðurlöndum. Topsöe var islenzkur i móðurætt. — Sama dag andaðist listakonan Elisabeth Jerichau- Baumann, sem hefir orðið allfræg fyrir uppdráttarlist sína og litmyndir. Hún var gipt myndasmiðnum Jerichau prófessor, sem hún hafði komizt í kynning við í Rómaborg. Hún var fædd á Póllandi af þýzkum foreldrum, og henni var mart þaðan í barnsminni frá uppreisnartimunum (1829). Ein af uppdráttarmyndum hennar nefnist „Finis Poloniæ“ (endir Pól- lands). Hún ferðaðist viða um Evrópu og tók sjer mart til efnis á þeim ferðum, t. d. í Miklagarði, þar sem hún fjekk leyfi til að hafa kynni við konur soldáns í kvennabúrinu. Af ferðum sínum sagði hún á stundum fjörlega og fróðlega í blöð- um eða ritlingum. Tveir af uppdráttum hennar voru eptir íslenzku efni, og hjet annar „En Islænderinde11, en hinn tákn- aði Hallgerði langbrók. Ena fyrnefndu mynd keypti Viktoría Bretadrottning. — 27. ágúst dó Hans Andersen Krúger á Bevtoft, hinn tápmikli forvígismaður fyrir dönsku þjóðerni og þjóðernisrjetti í Sljesvík. Hann hafði þá tvo um sextugt. Meðan Danir fylgja dæmi hans i Sljesvík í þjóðrækni og föður- landsást, þá verður þjóðerni þeirra seigt fyrir, hvað hart sem þjóðverjar knýja. Hann var harmdauði allri alþýðu manna í Danmörk, og i heiðurs skyni komu nefndir manna til útfarar hans frá Kaupmannahöfn og flestum bæjum öðrum, með blóm- sveiga, silfurskjöldu og annað líkkistuskrúð. Við útförina voru staddir 3,000 manna. — 4. september dó Caspar Vilhelm Smith, kennari i slafneskum málum við háskólann í Kaup-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.