Skírnir - 01.01.1882, Síða 131
BANDARÍKIN (norðurfrá).
133
prófunum vildu menn engan trúnað leggja, því hitt þótti lík-
ara, að hann vildi bera sem mest með sjer, sem vottaði, að
hann væri ekki með öllu ráði, og ná svo sýknu. þetta er
mjög sennilegt, en þó ætla sumir, að í prófunum hafi ekki
allt komið fram, og að undir orðum morðingjans fælust að
minnsta kosti sumir meinþræðirnir, sem ofizt hafa inn i þegnlíf
og ríkisfar í Bandaríkjunum, enda kom það fram i vörninni,
að margir fleiri enn Guiteau væru í raun og veru valdir að
morði forsetans. það sem vitað varð um morðingjann, bæði af
meðkenningum hans og vitnisburðum annara, t. d. bróður hans
og föður, var það, að hann hefði verið frá upphafi vega mesta
óhemja í skapi, ófyrirleitinn um allt, versti prettaseggur, og
hefði gert sig sekan i margskonar svikum og níðingskap.
Með öllu þessu var hann ótrúlega metorða frekur, og hafði
alstaðar viljað trana sjer fram, sótt um allskonar embætti, en
aldri fengið neitt fyrir óorðs sakir. Hann hafði og beizt embætta
af þeim Garfield og Blaine, og nefndi til ekki minna enn
erindarekstur einhversstaðar í Evrópu, eða konsúlsembætti,
einkum í Massilíu á Frakklandi. Hann þóttist líka eiga til
nokkurs að telja hjá Garfield, því enginn hefði betur enn hann
stuðt forseta kosninguna; enn fremur bauð hann honum fulltingi
sitt á móti Conckling. Slíku var engu svarað, sem vita mátti,
og báðir höfðu synjað honum viðtals, er þess var leitað. þetta
var ærna nóg til að koma öðrum eins manni í heiptarmóð, og
hefndina hafði hann lengi með sjer borið. I marz kom hann
til Washington, og á þeim tíma, er um leið, áður enn hann
fjekk verkið framið, hafði hann opt sætt færi, og stundum
ætlað að skjóta Garfield í kirkju. Prófunum var ekki lokið við
smuglegast skráð til tollgjalds, sem í land kemur. það voru þessi ólög
og önnur, sem ganga í Bandaríkjunum húsum hærra, sem Garfield ætl-
aði sjer að ganga í berhögg við, og halda þeirn mönnum í skefjum,
sem hafa bæði ríki ogborgir fyrir fjeþúfu, þegar undir þá ber völd eða
há embætti. Meðal slíkra manna eru Conckling og hans liðar taldir.
þeir kallast «stalwarts • (hjerumbil = afarmenni eða berserkir), og
orðtak þeirra er, «að þeim beri herfangið, sem sigurinn bera úrbýtum*.