Skírnir - 01.01.1882, Page 136
138
BANDARÍKIN (norðurfrá).
þar nýtt keisaraveldi. Nú hefir frakkneskur maður, Lesseps,
sem getið er um i Viðaukagrein „Skírnis11 1880, hafið annað
landnám — og að því virðast má, bæði meinlausara og þarflegra
i Miðameriku, er hann hefir keypt land af Columbíumönnum
til skurðgraptar um Panamaeiðið *). En Bandaríkjamenn vilja
einnig hjer hafa vaðið fyrir neðan sig. þegar þeir urðu þess
visir, að rikin i Evrópu væru farin að ráðgast um að tryggja
friðarleið um hið nýja farsund, en óhelga þar allan ófrið, var
Blaine, ráðherra utanríkismálanna, ekki seinn til að láta Evrópu-
menn vita — í skorinorðu og heldur þungyrtu sendiskjali —,
að þeir þyrftu alls ekki að ómaka sig. Eiðsmálið væri í góðan
stað komið fyrir langa löngu. Columbía og Bandarikin hefðu
gert samning með sjer 1846, og þar hefði hið siðarnefnda
þjóðveldi heitið tryggingu fyrir, að eiðið skyldi vera „grið-
land og friðland11 og vera á drottinvaldi Columbíu.
Hjér væri ekki öðru að skipta um farsundið enn um aðrar
léiðir, t. d. járnbrautir, yfir þetta eiði, og það yrði þó ískyggi-
leg hlutsemi af hálfu Evrópu ríkja, ef þau tækju þær að sjer
og færu þar á friðvörzlustöðvar. þeir einir yrðu helzt að hafa
tilsjón með þeim leiðum, sem ættu mest undir, að engir út í
frá gætu neytt þeirra til ófriðar — og það væru einmitt þau
ríkin bæði, sem samninginn hefðu með sjer gert 1846. Að
niðurlagi vitnaði hann til þess, að forsetinn hefði skýrt tekið
það fram, þegar hann hefði unnið eiðinn, hvað honum þætti
skylda sin í þessu máli — en það er að skilja: að gæta þess
rjettar, sem Bandaríkin áskilja sjer á málatilhlutan öllum öðrum
ríkjum fremur út í frá í allri Ameríku. þetta var skrifað seint í
október, en vjer höfum sjeð síðan hermt, að Englendingum hafi
þótt hjer heldur djúpt tekið i árinni, þar sem talað var um það,
hverir mest ættu í húfi þar vestra, bæði í Kyrrahafinu og Atlantshafi,
enað sendiboðaBandarikjanna varboðið að þýða alltsvo, að hinum
líkaði vel. Annars var með hvorumtveggju bezta vinátta og mestu
vinmæli síðara hlut ársins, sem þegar skal getið. ■— þess skal og
*) þó ýmist sje af sagt, verður ekki betur sjeð, enn að þessu mannvirk
hafi skilað skammt fram að svo komnu.