Skírnir - 01.01.1882, Blaðsíða 149
VIDAUKAGREIN.
151
hugur um þetta efni. Vjer gætum að vísu sagt frá verstu
ótíðindum frá Irlandi, morði þeirra Cavendish lávarðar og
Bourkés, og fleiru, frá þvi að Gambetta slepti stjórntaumunum á
Frakklandi i janúar, frá því, að Serbía er orðin konungsríki,
og að svo hefir saman færzt með kægri og vinstri mönnum i
Danmörk, að regluleg fjárhagslög ganga að líkindum fram, og
svo frv. —; en „Skírni“ er ekki til neins að „renna i köpp“
við þær frjettir, sem fara til blaðanna á Islandi — sízt þær,
sem þegar eru þangað komnar, enda verður hann hvort sem
er, að taka aptur þar til frjetta sögunnar, sem hann hætti nú
og rekja hana svo frá byrjun ársins til útgöngu þess. — Vjer
viljurn að eins hnýta við frjettirnar afdrifasögu tveggja norðurfara
skipa frá Ameríku. Annað þeirra hjet „ Jeanetteíl, og var það
skip, sem Bennett, eigandi blaðsins Newyork Herald, gerði út
til að leita Nordenskiölds 1879 (sbr. „Skírni“ 1879, 154. bls.).
Skipið hjelt upp Beringssund og norður í hafið, og var fyrir-
iiði þess sjóforingi, Long að nafni. Til þess heyrðist elcki
síðan fyr enn i desembermánuði. þá voru nokkrir menn komnir
á land á Siberiuströnd, og sögðu, að skipið hefði rnarizt í
sundur í isnum 23. júní. Skipshöfnin hafði skipt sjer á 3 báta
og tekið það með sjer til viðurværis, sem yfir varð kornizt.
Fyrir „þriðja“ bátnum var gangvjelarmeistari, Melleville að
nafni, og það var hann og flestir hans liða, sem á lanð komust,
en mjög þjakaðir og sumir illa kalnir. Síðan komu til þeirra
tveir menn af öðrum hvorum hinna bátanna, og sögðu, að
fyrirliðinn og hans menn væru nokkuð út frá Lenuminni (ár er
svo heitir), margir herfilega leiknir. Siðan var mikil gangskör
gerð að bví að leita þeirra, en í byrjun maímánaðar kom sú
fregn frá Melleville (dagsett 24. marz), að Long og fjelagar hans
væru fundnir, en örendir allir. Sumir þeirra, sem lífs hafa
komizt af, eru komnir til Rússlands, og bera flestir þeirra á
sjer fararmerkin. Hitt skipið hjet „Rodgersu. það lagði á leið
i fyrra að leita iyJeanette“. f>að tók sjer vetrarlegu eigi langt
frá landnorðurhorni Síberiu, en fyrir skömmu bárust þaðan þær
frjettir, að skipið hefði brunnið, en menn allir hefðu komizt af.