Ný sumargjöf - 01.01.1865, Page 1
T A M A N G Ó.
(eptir Pr. Mérimée.)
ITIaður hét Ledoux; hann var liinn bezli sjómaður, og
var lengi á herskipum Frakka. þá er hann hafði þar
lengi vel þjónað, varð hann undirstýrimaður. Ledoux var
í bardaganum við Trafalgar; þar missli hann vinslra
handlegginn, og fór heim síðan við góðan orðstír. F.kki
þótli honum góð heimasetan; réðsl hann því í félag með
víkingum nokkrum, og var slýrimaður á skipi þeirra. þeir
tóku mörg kaupfór Englendinga, og varð golt til fjár.
Ledoux varði sínum hluta af herfanginu til þess að kaupa
sér bækur, og lók nú að nema sjómannafræði af mesta
kappi. Leið ekki á löngu áður hann fékk skip til
forráða; voru á því 3 fallbissur og 60 manna. Rekur
menn á Jersey ennþá minni til afreksverka hans. Loksins
lauk slyrjöldinni, og þótli Ledoux það hinn mesli skaði,
því að nú mátti hann ekki lengur taka upp skip Englend-
inga, að ósekju; en með þvi móli hafði hann aflað sjer
mikils íjár. Sá hann nú eigi annað vænna, en að fá sér
kaupskip til forráða; veitti honum það hægt, því að liann
var alþekklur að dugnaði. þá var bannað að flytja svert-
ingja, sem þræla, til Vestureyja. Kepptust þá þeir, er
* með þræla verzluðu, um að fá Ledoux til skipstjóra,
1
Ny SumargjÖf 1865.