Ný sumargjöf - 01.01.1865, Blaðsíða 46
46
þá ekki líka látið sólina renna upp?“ Kom nú í hana
mesti fítonsandi, hún hnippti hart í mann sinn og mælti:
„Farðu til flókans, maður! eg vil vera einsog guð almátt-
ugur.“ Maðurinn lá ennþá 1 rúminuogsvaf væran, en nú
varð honumsvo illt við, að hann valt út yfir rúmstokkinn.
„Æ, kona!“ sagði hann, „láttu þér segjast og vertu páfi.“
Reif konan þá upphlut sinn í sundur og æpti:«„Eg þoli
ekki við, eg hef ekki skap til að sjá sólina og tunglið
renna upp, og vera þess ekki um komin sjálf, að láta þau
renna upp. Eg vil vera einsog guð almáttugur.“ „Æ,
kona!“ ansaði maðurinn, „flókinn getur það ekki, hann
getur gjört menn að keisurum og páfum, en þetla er honum
um megn.“ Hamaðist þá konan svo að ósköp voru að
sjá hana ; „eg vil vera einsogguð almáttugur,“ sagði hún;
„farðu undireins til flókansl“
þá fór dauðans hrollur um alla limu mannsins, svo
að hann nölraði af angist; úli var þvilíkl stormviðri, að
eikur og klettar skulfu og var hirnininn biksvartur, gengu
reiðarþrumur með glóandi eldingum. Sáust úti á sjónum
svartar holskeflur, háar sem fjöll, og þyrluðust upp snjó-
hvitir brimskaflarnir. Kvað þá fiskimaður:
„Róa, róa fram í fiskisker,
flóki þar við botninn er,
kelli mín vill eitt, en eg
annan hygg á veg.“
„Hvað vill hún þá?“ sagði 'flókinn. „Æ!“ sagði
maðurinn, „hún vill vera einsog guð almátlugur.“ „Farðu
heim!“ mælti flókinn, „hún situr í forargryfjunni einsog
fyrrum.“
Og þar silur hún enn í dag.