Ný sumargjöf - 01.01.1865, Blaðsíða 15
15
Tamangó sýndi hana engum manni. Dm nóllina lél hann
illa í svefni; hann tautaði eitthvað fyrír munni sér, sem
enginn skildi, og lét undarlega. Bráðum fór hann að hafa
hærra. Var það líkast því, sem talaði hann við einhvern
ósýnilegan. þrælarnir urðu allir lafhræddir. þóttusl þeir
vita, að djöfullinn væri mitt á meðal þeirra, og mundi
Tamangó við hann tala. I.oksins æpti Tamangó gleðióp
og mælti: „Félagar, nú hefir djöfullinn bundið enda á
heit sín við mig; hér er nú verkfærið, það er oss skal
frelsa. þarf nú ekki annað, en að þér séuð djarfir og
hughraustir.“ Hann lét þá, er næstir honnm voru, taka
á þjólinni, og rengdi hann nú enginn maður.
Loksins rann upp dagur hefndarinnar og frelsisins. Svert-
ingjar höfðu bundizl svardögum, og gjört ráð sín. í næsta
skipti, er þeir skyldu ganga á þiljur upp, átti Tamangó,
og þeir er hraustastir voru, að ná vopnum varðmanna ;
nokkrir skyldu ganga i herbergi skipstjóra, og taka vopn,
þau er þar voru. Skyldu þá þeir, er sorfið höfðu af sér
jái’nin, þegar veita skipverjum atgöngu. En þó að þeir
hefðu keppzt við í margar nætur að sverfa járnin, voru
þó ærið margir í fjötrum enn, og gátu því ekki gertgagn.
V7oru þessvegna teknir úr þrír menn, rammir að afli;
þeir skyldu drepa þann mann, er geymdi lyklanna að
járnunum, og þegar Ieysa þá, er í járnum sátu.
þenna dag var Ledoux hinn kátasti, og í svo góðu
skapi, að hann barði engann af skipverjum sínum. Hann
var hinn kurteisasli við stýrimann, og lofaði skipverjum
öllu fögru, er þeir kæmu til La Martinique. Drðu skip-
verjar við þella allglaðir; hugsuðu þeir ekki um annað,
en brennivín og konurnar á La Martinique.