Ný sumargjöf - 01.01.1865, Blaðsíða 11
11
sellust á þilfarið, og hníptu. Tamangó stóð uppréttur,
og litaðist um; sá liann ekki annað en himin og haf
umhverfis; hann var sorgbitinn, en kjrlátur. Siðan lagðist
hann niður á þilfarið. Ledoux sat á aptara pallinum.
Rélt hjá honum var Ayché; á henni voru ekki fjötrar.
Klæði hennar voru gjörð af ágætu llni, bláu að lit; skó
hafði hún á fótum, og var í þeim hið fegursta litskinn.
Hún skenkti Leiloux vín. Mátti það af öllu ráða, að hann
hafði mestu raætur á henni. Einn af svertingjum benti
Tamangó þangað, er þau Ledoux sátu. Tamangó leit við;
hann sér Ayché og rekur upp óp mikið, — hann hleypur
upp í sama vetfangi, og stökkur, fyr en nokkurn varði,
aptur að pallinum. Hann kallaði hátt og grimmlega, og
mælti: „Ayché, heldur þú, að eoginn Mama-Jumbo sé í
landi hinna hvitu manna?“ þá komu skipverjar að með
barefli, og vildu reka hann burt. Tamangó lét sem hann
sæji þá ekki, og gekk liægt og hægt til rúms síns. Ayché
varð bilt mjög við orð þessi, og setti að henni grátmikinn.
Ledoux spurði túlkinn, hver þessi Mama-Jumbo væri,
er svo var hræðilegur, að nafn hans eintómt fékk Ayché
slíks ótta. Túlkurinn sagði, að Mama-Jumbo væri grýla
svertingja. „þegar einhver svertingja er hræddur um, að
kona hans gjöri það, sem konum er jafnhætt við að gjöra
í Evrópu og í Africu, þá ógnar hann henni með Mama-
Jumbo. Eg hef með mínum eigin augum séð Mama-
Jumbo, og skildi eg þegar allt saman; en svertingjar
eru svo einfaldir; þeir trúa öllu, en skilja ekkert. það
var eitlhvert kvöld, að konur svertingja stigu dans, nálægt
skógi einum litlum, en þykkum og myrkum. Allt í einu
heyrðist í skóginum söngur og hljóðfæraslátlur; en ekki