Ný sumargjöf - 01.01.1865, Blaðsíða 120
120
og kom upp hragarhállur sá, er ,,sonnetta“*) nefnist og
síðar hefir verið kveðið undir á flestum rnálum. Trúar-
stríðin við Valdensa og greifana i Túlúsu komu kyrkingi
i liina próvensölsku þjóð, enda leið og kveðskapur Irúba-
dúra undir lok á 13 öld. -- Á Suðurþýzkalandi tíðkaðist
samkyns kveðskapur, er „Minnesang“ (mansöngur, ásta-
söngur) nefndist, einkmn á 13 öld Keisarar, konungar
og greifar orklu þesskonar ljóð og slj'rklu skáldin með
riflegum bragarlaunum. Af liinum þýzku ástaskáldum
eru frægastir: Wolfram von Eschenbach, Walther von
der Vogelweide og Gotfred frá Strasborg; er skáldskapur
þeirra eigi eins fjörugur og skáldmæli trúbadúranna og
fremur veiklegur, þótt hann sé fagur og hjarlnæmur.
Á 12 og 13 öld voru skáld uppi á Norðurfrakklandi
er kölluð voru „trouveres“ og orktu þau heljukvæði
í líkum anda og Rollants kvæði; voru kvæði þessi
kölluð: „chansons de geste“ eða: „romans,“ en yrkisefn-
ið var ýmist tekið úr sögum þeim, er gengu af Karla-
magnúsi og köppum hans, einkum hiuum tólf jafningjum,
eða úr hinum fornbrezku sögum af Artus konungi og
riddurum hans „við kringlótta borðið;“ stundum var og
kveðið útaf forngriskum eða rómverskum sögum og snúið
í miðaldaslíl; þannig var t. a. m. farið með sögu Alex-
anders mikla eptir Curtius. Ennfremur barst fjöldi af
æfintýrum frá Asíu með krossfarendunum, og notuðu skáld-
in þau líka í rilum sínum. En hvaðan sem yrkisefnið var,
þá lysli líðarandinn sér saml í meðferðinni, því ávallt
kváðu skáldin um afreksverk þau, er riddarar höfðu unnið
*) Kvæðið: „Nú andar suðrið sæla vindum þýðum,“ eptirJónas
Hallgrímsson er sonnetta, og munum vér eigi, að íslenzk
skáld hafi áður kveðið undir þeim bragarhætli.