Ný sumargjöf - 01.01.1865, Page 107
107
fyrir það beið hann grafkyr og tók nú böðullinn til
verka. Böðlinum leiddist að sjá Gyðinginn glápa og hýma
og segir hann þvi í vonzku: „Snautaðu burtu, hund-
spottið þitt!“ „Háttvirli böðull!“ ansaði Gyðingurinn, „eg
vildi feginn bíða þangaðtil öndin væri skroppin út úr hin-
um, því mér leikur hugur á að klófesta eilthvað af fata-
görmunum þeirra.“
það er kunnugt að Alexander Dumas, frægur rithöf-
undur á Frakklandi, er af blámönnum kominn í aðra
ætt. Maður nokkur ætlaði einusinni að erla hann með því
í samkvæmi og mælti: „Er það satt, herra Dumas! að
þú sért af svörtum foreldrum getinn? „Að nokkru leyti,“
ansaði Dumas, „því faðir minn var Múlatti, afl minn blá-
maður, en langafi minn var api. þannig byrjar mín æltar-
tala þar sem þín endar.“ —
Hertoginn af Sommerset var maður dramblátur, en
unni mjög fögrum listum og listamönnum. Hann lét
snillinginn Jakob Sevmour mála hesta sína og sýndi hon-
um einusinni það lílilæti, að hann bauð honum til mið-
degisverðar. Nú er menn voru seztir undir borð, þá
hellti hann á slaup silt með háðslegu brosi og mælti:
„Heill sé þér Seymour frændi!“ „Lávarður minn!“ ans-
aði Seymour, „eg held eg megi telja mér það til sæmdar,
að eg er í ætt við yður.“ þá stóð hertoginn upp og var
allreiður; skipaði hann gjaldkera sínum að reka Seymour
á dyr og ráða til sín annan málara, sem betur kynni sig. —
Nú var svo gjört, en þegar nýji málarinn sá lislaverk Seym-
ours þá hristi hann höfuðið og mælti: „það er einskis