Ný sumargjöf - 01.01.1865, Blaðsíða 42
42
lifrauður ílits, grár og dimmblár, og var þó kyrt veður
euuþá; staðnæmdist hann þá og kvað:
„Róa, róa, fram L fiskisker,
flóki þar við bolninn er,
kelli rnín vill eilt, en eg
annan hyggá veg.“
„Hvað vill hún þá?“ segir flókinn. „Æ!“ svaraði
maðurinn hnugginn, „hún vill búa i marmarahöll.“ „Farðu
heim,“ sagði flókinn, „hún stendur í hóllinni.“
Maðurinn fór heim og kom kona hans á móti honum
i stórri liöll. „Líttu á, maður!“ sagði hún, „hvað það er
fallegt að tarna.“ Gengu þau nú inn bæði saraan. Var
þar mesti grúi þjónuslumanna, veggirnir sklnandi bjartir,
og í stofunni stóðu gullnir stólar og borð; að baki hall-
arinnar var aldingarður og mörk stór, hálfa röst á lengd;
voru í henni hirtir og dádýr og hérar; í hallargarðinum
var bæði fjós og hesthús. „Æ!“ sagði maðurinn, „nú
skulum við una okkur alla daga í þessari fallegu höll, og
taka á okkur náðir.“ „Við sjáum nú hvað setur,“ ansaði
konan, „við getum sofnað uppá það.“ Eptir það háttuðu
þau bæði.
Morguninn eptir vaknar konan og var dagur á lopti;
rekur hún þá bónda sínum olbogaskot og segir: „Farðu
á fælur, maður!“ við skulum verða kóngar yfir öllu
* landinu.“ „Æ, kona!“ ansaði maðurinn, „til hvers eigum
við að verða kóngar. Ekki langar mig til að verða kóngur.“
„þá vil eg vera kóngur,“ sagði konan. „Æ, kona!“ segir
maðurinn, „hvernig ált þú að verða kóngur? það gjörir
flókinn aldrei.“ „Farðu undireins, maður!“ mælti konan,
„eg vil vera kóngur.“ Fór maðurinn þá, og var stúrinn