Ný sumargjöf - 01.01.1865, Blaðsíða 17
17
bæði harður og langur; en svo lauk, að báðir féllu, og
varð Tamangó undir. En houum varð ekki ráðafátt. Hann
þrýsti Ledoux að sér, og beit sundur i honuui barkann,
og það svo snögglega, að blóðið spýtlisl um andlit honum;
stóð þá Tamangó upp, þreif sverðið og veitti Ledoux mörg
sár. Æpti hann þá siguróp.
Nú stóðu einungis fáir uppi af skipverjum, og liáðu
þeir sér griða; en þess var ekki að leita við svertingja og
drápu þeir alla vægðarlaust. Stýrimaður féll við góðan
orðstir. Hann hopaði aptur á skipið, að fallbissu einni,
er hlaðin var mörgum smákúlum og rusli. Svo var um
búið, að henni mátti snúa hringinn í kring. Hann sneri
fallbissunni með vinstri hendinni, en í hægri hendi hafði
hann sverð, og varðist ágæta vet. þyrpast nú allir svert-
ingjar þar umhverfis hann. þá hleypir hann af fallbissunni
þar, er múginn stóð þykkast. Varð þar eptir löng geil
og breið, lézt þar fjöldi manna, en margir fengu stór
sár. í sama vetfangi hlupu svertingjar á hann, og tætiu
hann allan í sundur.
Svertingjar vörpuðu mannabúkum fyrir borð. þeim
varð litiö á seglin; þau voru fyllt vindi, og skreið skipið
vel; þótti þeim nú ekkert vera áunnið, er skipið hlýddi
hinum hvítu mönnum, þótt þeir væru dauðir. þótti þeim
engin von, að goð hvítra mann lélu þeim heimkomu auðið
verða, er þeir höfðu drepið skipverja. Sumir sögðu, að
Tamangó mundi ráð kunna og kölluðu þeir nú á hann.
Tamangó var í slofu skipsljóra. Hann studdist við
sverð, alblóðugl; Ayché lá við fætur honum, og kyssti
liönd hans, Tamangó var alvarlegur að sjá. Hanu var
ekki eins heiinskur og hinir, og fann, að liann hafði reist
Ny Sumargjöf 1865. 2