Ný sumargjöf - 01.01.1865, Blaðsíða 37
37
að öllum snældum skyldi eytt verða í ríki sínu. En það
ræltist allt á kóngsdóttur, sem visindakonurnar höfðu um-
mælt, því hún varð svo fögur, siðgóð, Ijúflát og vitur, að
allir, sem lilu hana augum, hlutu að unna henni hugástum.
Svo bar til einn dag, að konungur og drottning voru ekki
heima, en dóttir þeirra var ein eptir í höllinni og var
hún þá fullra fimmtán ára. Gekk hún þá hingað og
þangað, einsog henni lék lyst til, og skoðaði stofur og
herbergi; loksins bar hana að turni nokkrum gömlum.
Gekk hún þá upp eptir mjóu riði og kom að lílilli hurð;
stóð gulllykill i skránni; sneri hún honum og hrukku
dyrnar upp, koni hún í dálitla stofu og sat í henni kerling
og var í óða önn að spinna hör. „Hvað erl þú að starfa
hérna, móðir góð?“ segir kóngsdóltir. „Eg er að spinna,“
ansar kerling og kinkar kollinum. „En hvað hún snar-
snýst greyskömmin sú arna!“ sagði kóngsdóttir, tók af
henni snælduna og ætlaði að fara að spinna. En óðara
en hún hafði snert á snældunni, rættusl ummæli spá-
konunnar og stakk hún sig á teininum.
I sama vetfangi hné hún til jarðar og rann á hana
þungur svefnhöfgi. Konungur og drottning komu nú heim
og sofnuðu þau einnig ásaml öllu hirðfólkinu. Ilestarnir
sofnuðu í hesthúsinu og hundarnir í garðinum, dúfurnar
á þakiuu, og flugurnar á veggnum. Loginn, sem brann
á eldstónni, kyrðist og dó útaf; steikarhljóðið þagnaði og
hælti kjötið að stikna; matreizlumeistarinn ætlaði að rjúka
í eldasveininn og hárreyta hann, af því honum hafði eitt-
hvað á orðið, en það fórsl fyrir; hann sleppti honum og
sofnaði. þannig færðisl dauðakyrð og svefn yfir allt sem
lifði og lífsanda dró.