Ný sumargjöf - 01.01.1865, Page 102
102
fiegar ekki býðst neilt lækifæri eða nein hentug stund, og
enginn flagarinn er til að freista, þá eru konur skírlífar.
Léttlátar hafa konur alla tíma verið og enda gyðjurnar líka.
Sælir eru þeir menn, sem hafa konur sínar örugglega varðveittar.
Konan er einsog olíuker, en maðurinn einsog glóandi kol.
Vitur maður lætur ekki eld og olíu á sama stað.
Faðirinn gætirþeirra á barnsaldri, eiginmaður þeirra á æsku-
skeiði, synirnir á ofanverðri æfinni, því aldrei verða þær með
öllu tryggar.
Sá sem hrúgarsaman auðæfum, en tímir ekkiað njóta þeirra,
hann er vinnudýr annara og hefir sjálfur ekki annað en stritið.
Séum vér auðugir af eign þess fjár, er vér ekki eyðum né
njótum, þá erum vér einnig auðugir af fjársjóðum þeim, sem
fólgnir eru i iðrum jarðarinnar.
Sá sem lifir svo að hann hvorki gjörir öðrum gott né nýtur
lífsins sjálfur, hann er einsog vindbelgur í smiðju, hann lifir
ekki þó hann andi.
Lærdómurinn erþeim manni enginn kostbætir, sem ekki hef-
ir dug til framkvæmda. Til hvers logar blysið í höndum hins
blindaP ____________
Sá sem óskar lítils, og þolir mikið, sá sem er slægvitur,
fylgisamur einsog skuggi og hugsar ekki lengi um það sem
honum er skipað, sá maður er vel fallinn til að vera við kon-
ungshirð.
Vondur maður afneitar aldrei eðli sínu, þó atltaf sé gert til
hans vel og virðulega. Hundsrófan verður ávallt bogin, þó hún
sé bæði bökuð og smurð.
fm skyldu menn nokkurntíma hafa ánægju af því að auð-
sýna illmennum vinsemd og velgjörðir? Eitruð tré bera aldrei
heilnæm aldin, og ekki þó þau væru vökvuð með víni.