Ný sumargjöf - 01.01.1865, Qupperneq 51
51
manninn, þá einu skepnu, sem ekki hörfar undan því og
sem dirfist að horfa í augu þess, ef þér sæjuð ofboð og
skelfingu annara skepna, sem skjálfa og emja, þegar þessi
austurheims konungur nálgast, þá munduð þér skilja eðli
Ijónsins. Eg itreka það: menn geta verið mótstöðumenn
ljónsins, en ekki kappsbræður þess; menn drepa það en
sigra það ekki. Svo mikið er víst, að í hvert skipti sem
hinu hræðilega helstríði Ijónsins er lokið, þá legg eg hendur
minar í kross, svo mikið finnst mér til að sjá hinn
geysimikla makka, liina hrukkóttu ásjónu, hinar fannhvílu
klær og hið fagra limalag Ijónsins, sem er svo stælt og
liðlegt, að því veitir bægt að leggja undir sig fjörutíu og fimm
fet á stökki, þarsemhin léttfætlustu dýr geta ekki stokkið
lengra en tólf eða fimmtán fet; þá vöknar mér um augu, og
nær þ\í með vondri samvizku spyr eg sjálfan mig:
rHvaða rétt hefir þú, dvergurinn, lil að drepa slíkan jötun?“
„Og samt gangið þér óhræddur til bardaga við það,
eða er ekki svo?“
„Já, eg geng óhræddur til bardaga við það, því það
væri þrekleysi að vera hræddur, þegar hættan vofir yfir,
en eg verð líka að taka á öllum krapti vilja mins til þess
að buga bræðslu þessa.“
„En hvernig eru tilfinningar yðar á slíkri stund'?
Segið mér það!“
„A eg að skýra yður frá þeim úl-í hörgul, svo itar-
lega, að eg, ef til vill, aldrei hefi lýst þeim svo fyrir
nokkrum manni?“
„Já, það vil eg helzt.“
„Eg skal þá svo gjöra. Eg er stillingarmaður og
enda blíðlyndur einsog á mér sér. — þegar ekki ber út
4*