Ný sumargjöf - 01.01.1865, Blaðsíða 76
76
lofa nú reyndar hinar fyrri aldir, einsog þá hafi allar
dygðir þróazt og hafi mannkynið herfilega úrætlzt. En
lofræður þessar hafa jafnlítið við að styðjast og þær er
fyr var á vikið. það var fyrst og fremst eðlilegt, að for-
feður vorir væru miður upplýslir en seinni alda menn, því
mannkyninu vex vizka með aldri einsog hverjuin einstökum
manni. Sonurinn lærir af föðurnum og hinir ungu af
hinum gömlu. þannig safnast auðæfi þekkingarinnar, sem
aldrei geta eyðzt né glatazt, nema mannkynið sökkvi sér
niður í heimsku og lesti, og hafni öllu námiþess, sem golt
er. Að öðru leyti fer hér sem oplar, að menn villast á
niifnum. Menn tala um „gamlar líðir“ og „hinar gömlu
kynslóðir“ og þykjast eiga að sýna þeim sérlega lolningu
fyrir elli sakir og vizku. En þessi gamla tíð var einmitt
æsku tíð mannkynsins. þessi öld er eldri og reyndari en
hinar fyrri, en henni ber enganveginn að miklast yfirþví;
hinar ókomnu aldir munu verða eldri og reyndari en hún.
Reynum aðeins að leifa þann orðstír eptir oss, að vér eigi
höfum gjört þeirri öld hneisu, er vér lifðum á.
Hreyslin var sú dvgð, sem almennusl var á meðal
forfeðra vorra. Af því menn voru svo skamt komnir á
vegi upplýsingarinnar, þá voru menn gjarnari til heiptar
og ofríkis, og með því jafnframt stjórn og fyrii komulagi
ríkjanna var næsta áfátt, þá áttu menn í sífeldum styrj-
öldum. Hver smákonungiir eða lénshöfðingi átti í stríði
við nágranna sinn, og margir lénshöfðingjar bundusl opl
í félag og hófu herskjöld mót konungi sínum. það var
engin furða, þó þeim þætti mest til hreystinnar koma, því
það var sú dygðin, sem þeir þurftu optast á að halda. —
iNú á tímum láta menn geð sitt miklu fremur sljórnast af