Ný sumargjöf - 01.01.1865, Blaðsíða 59
59
seztur niður, sá eg að geitin tók að ærast, og var auðséð
af því, að eitthvað mundi til bera. — Geitin rykkti af öllu
afli í strenginn yfir mér og horfði í gagnstæða átt. Skildi
eg þá að Ijónið mundi hafa tekið á sig krók, til þess að
komast að gjánni, og væri það á leiðinni til okkar, þó
ekki sæjum við það. — Enda fór eg ekki villur í því,
því eptir drykklanga stund, sá eg það gægjast upp með
hausinn ógurlegan og tröllslegan við barminn á gjá
þeirri, er í milli okkar var; færði það sig nú ofar svo að
sá á herðarnar og því næst kom allur líkami þess í ljós.“
III.
„Eg sat grafkyr og bærði ekki á mér. Einusinni hefði
eg getað hitt það á milli augnanna; eg hélt fingrinum við
gikkinn, og var að mér komið að hleypa af. Hefði eg
gjört svo, þá hefði eg forðað einum manni frá lífljóni, en
af því eg sá að dýrið myndaði sig ekki tii aðrenuaámig,
þá vildi eg ekki verða af hinni kynlegu unun, sem eg hef
af þvi, að sjá lífsháskann beint fyrir augum mér og geta
boðið honum byrginn. f>á var og annað sem mér gekk
til þessarar undarlegu frestunar, og það var, að eg vildi
kynna mér eðli og háttsemi dýrsins nokkru glöggvar en
eg áður hafði getað. því betur sem maður þekkir slíkan
óvin, því minni líkur eru lil þess, að maður verði honum
að bráð.
Eg sökkti mér nú niður í nautn þessa, sem eg liygg
að fáum mönnum hafi hlotnazt; eg hafði enga ástæðu til
að synja mér hennar, því tvö ár voru liðin síðan að eg
hafði átt fund við Ijón, og Ijón það, er eg nú sá, var