Ný sumargjöf - 01.01.1865, Blaðsíða 40
40
FISKIM AÐURINN OG KONA HANS.
(eptir J. Grimm).
Einusinni var fiskimaður, er bjó með konu sinni i
forargryfju við sjó niðri, örskamt upp úr flæðarmálinu;
fór hann á degi hverjum til fiskiveiða og sat alllengi.
Einhverntíma var það, að liann var seztur undir vað á
sjávarbakkanum; horfði liann niður í sjóinn tæran og
gagnsæjan og hafði vakandi auga á færi sínu. Rennir
hann því djúpt niður og verður var; hann kom í vænan flóka
og dró hann upp á land. „Gjörðu það fyrir mig,í4 sagði
flókinn, „lofaðu mér að lifa. þér að segja, er eg ekki
einn af þessum algengu flókum; eg er kóngssonur i
álögum. Slepptu mér út í sjóinn aptur og lofaðu mér að
synda burt héðan.“ „þú þurftir ekki að hafa svo mörg
orð um þella,“ sagði fiskimaður „flóka sem hefir mannsmál,
mundi eg hafa sleppt, hvort sem var.“ Fleygði liann
flókanum þá aptur út í sjóinn, en hann renndi í kaf, og
sást á eplir honum löng blóðrák.
Fiskimaðurinn fór heim til konu sinnar í forargryfjuna,
og sagði henni að hann hefði dregið flóka, og hefði hann
sagzt vera kóngssonur í álögum, og hefði hann fyrir þá sök
sleppt honum aptur. „Óskaðirðu þér þá einskis ?“ segir
konan. „Ó, nei!“ sagði maðurinn, „eg veit ekki, hvers
eg ælti að óska mér.“ „Æ !“ sagði konan, „það er þó
eymdarlíf að kúldast í gryfjunni hérna og liafa ekki annað
en þáng og þöngla yfir höfði sér, að eg nú ekki nefni
ódauninn, sem leggur af forarbleylunni. Láltu sjá, farðu
og óskaðu okkur dálítillar búðar.“ Maðurinn var tregur
til þessa, en samt fór hann ofan til sjóar. þegar þangað