Ný sumargjöf - 01.01.1865, Blaðsíða 20
20
ekki. Tamangó sal í vígi sínu; liafði hann laumazt út um
nóttina, þegar lætin voru verst, og aflað sér vista. Kom
svertingjum saman um, að hann væri þeirra vitrastur, og
mundi enginn annar geta komið þeim úr háska þessum.
þeir gjörðu öldung nokkurn á fund hans; skyldi hann
leita um sættir og biðja Tamangó ráða. Tamangó dauf-
lieyrðist við öllu, og kvaðst mundu silja þar, er hann
væri koininn.
Nú höfðu þeir ekki annað að hugga sig við, en
brennivinið, enda spöruðu þeir það ekki. Gleymdu þeir
rauinim sínum á meðan. þegar þeir röknuðu úr rotinu,
æplu þeir og grétu, rifu hárið úr höfði sér; tóku aptur
að drekka, og léitu eigi fyr, en þeir ultu út af sofandi.
þegar þeir vöknuðu tóku þeir til óspiltra málanna. Gekk
þetta nokkra daga. Sumir drukku sig í hel; sumir hlupu
fyrir borð; sumir lögðu sig i gegn.
það var einhvern morgun, að Tamangó gekk úr vígi
sii:u; hann tók þannig til máls: „þrælar! djöfullinn hefir
koniið til mín í draumi, og kennt mér ráð til þess að
komast heim aptur. Ættuð þér ekki annað skilið fyrir
vanþakklætið, en að eg yfirgæfi yður; en eg kenni í
brjósti um konurnar og börnin. Eg fyrirgef yður.
Heyrið nú orð mín.“ Svertingjar lutu honum og þyrplust
umhverfis hann. Hann mælti: „Engir, nema hvítir menn,
kunna þulur þær, er þeir stjórna með þessum miklu við-
arhúsum. En vér kunnum að róa bálum þeim, er hér
eru; þeir eru líkir vorum bátum. Skjótum þeim út og
berum á vistir. Látum svo vindinn ráða stefnunni, því að
herra minn og yðvar mun láta hann bera oss til æltjarðar
vorrar.“ þetta þólti öllum óskaráð. Tamangó hélt að