Ný sumargjöf - 01.01.1865, Síða 3
3
vikur. Afsakaði Ledoux göfuglyndi þella með þeim orðum,
við eiganda skipsins, „að þegar öllu væri á botninn hvolfl,
væru sverlingjar líka menn einsog hinir hvilu.“
Ledoux lét þegar í haf, er hann var búinn; sögðu
hjátrúarfullir menn seinna, að hann hefði á fösludag siglt.
Aður hann færi var skip hans rannsakað. þótli mönnum
engin furða, þóað hann hefði vatn í meira lagi til ferð-
arinnar, þólt hann segðist ekki skyldu lengra fara en
til Senegal, ogkaupa þar við ogfílabeín. það er að vísu
ekki löng leið, en forsjálnin verður aldrei að meini, og
ekki niundi vel fara, ef að menn fengju langvinnt logn
og yrðu vatnsþrota. Sex af vatnstunnunum voru reyndar
fullar með handajárn og fólajárn.
Ledoux lét í haf, sem fyr var sagt, á föstudegi.
Skip hans var vel búið, og líkaði honum það ágæta vel;
en þó þóltu honum siglulrén i grennra lagi. Hann átti
útivisl skamma og varð vel reiðfari. Hann lók Afríku, í
ósi ár þeirrar, er Joal heilir. Hann sigldi upp i áua, og
lagðist þar við akkeri. Vildi svo heppilega til, að ekki
sá neitl lil herskipa Englendinga. Margir komu þegar,
og buðu honum þræla. Höfðingi einn var með svertingjum,
er Tamangó hét; liann var hermaður mikill og nafn-
frægur. Hann rak mikinn fjölda svertingja til slrandar,
og ætlaði að selja þá góðu verði, því að hann hafði að-
drálta mikla um þræla.
Nú gengurLedoux á land, og til fundar við Tamangó.
Hann sat í kofa einum, er hann hafði lálið gjöra sér í
skyndi; hafði hann með sér konur sínar tvær, undirtyllur
nokkrar, og menn þá, er þrælana ráku. Tamangó hafði
búið sig sem bezt mátli hann, áður hinn hvíti maður
1*