Ný sumargjöf - 01.01.1865, Síða 78
78
að knýja mannkynið lil að afla sér þekkingar, til að beita
skarpleika anda síns og taka sér fram í menntun. Að
vísu verður ekki borið á móti því, að menn hafa optsinnis
lent í miklum og skaðvænuin villum, meðan þeir leituðust
við að ryðja upplýsingunni braut, en þegar margir sam-
vizkusamir menn kosta kapps um að finna sannleikann,
þá leiðréttast þesskonar villur smámsaman. Hér nægir
aðeins að benda til þess, hversu miklu góðu upplýsingin
hefir til vegar komið.
Hjátniin var einhver versta villan á hinum fyrri öldum,
og því er verr, að hún er ekki ennþá með öllu undir lok
liðin. Menn höfðu mikið traust á stjörnuspámönnum, er
sögðu fvrir ókomin forlög manna og merka viðburði, eptir
gangi himinlunglanna. Var það ekki fyr en seint og
síðarmeir, að menn fóru að sjá, að þetta var hugarburður
einn eða svik, og flestallir trúðu á það fyrir tveimur öldum
síðan. Menn trúðu á galdra og fjölkvnngi og margir voru
þeir, er gáfu öðrum í skyn, að þeir væru heima í djöfullegum
íþróltuin, og sumir trúðu því enda um sjálfa sig. þeir
höfðu numið ýmisleg levndardómsfull meðöl til að gjöra
öðrum mein og skildu sjálfir ekki, hvernig á þeim stóð,
þessvegna héldu þeir, að þau væru frá djöflinum. Sumir
höfðu komizt upp á að byrla einhverskonar kiaplinikla
drykki, urðu þeir fyrst einsog ölvaðir af neyzlu þeirra, en
síðan lágu þeir í svefnmóki og sáu undarlegar sjónir,
þóltust berast hamförum til fjarlægra landa, þó iíkaminn
lægi kyr. Vér vitum nú gjörla, hvernig þessu má til
leiðar koma, en slíkt alferli er nú hlægilegt og viðbjóðslegt
i augum allra skynsamra manna. — Er það ekki hræðilegt,
að menn skyldu glepjast af svo andstyggilegu hngarvingli,