Ný sumargjöf - 01.01.1865, Page 62
62
ísama velfangi sá eg við gjárbarminn á höfuðin á Amída,
Bilkassem og Ben-Sarali. þeir færðu sig nær með varhygð,
og vissu þeir eigi, hvorl eg væri lífs eða liðinn; voru þeir
búnir til að skjóta ef þörf gjörðist. En er þeir sáu mig
niðurá gjárbotninum, þá æptu þeir upp yfir sig af fögnuði
og hlupu til móts við mig. Vildu þeir óðara veila Ijóninu
eptirför, því þeir réðu af hinum gífurlega blóðmissi,
að sárið hefði verið hætlulegra en það var. Eg taldi þá
af ællun sinni, því þótt eg reyndar vissi að Ijónið væri
miklu sári sært, og ef til vill banasári, þá hafði eg samt
ekki hæft í hjarta þess. það hafði ennþá tnikið afl, og var
auðvitað að helslríð þess mundi verða voðalegl.
Meðan við vorum að þinga um þetta komu til okkar
átta eða tíu Arabar, allir með bissurn. Höfðu þeir hevrt
skot inín og komu nú til að sjá og hevra hvað gjörzt hefði;
sáu þeir blóðpollana á jörðinni og skildu hverskyns var.
„Við verðum að elta ljónið!“ kölluðu þeir hástöfum. Eg
aplraði þeim og sagði að þeir stofnuðu sér í mikinn háska,
en það Ijáði ekkert. „Bíðið hér!“ sögðu þeir, „við skulum
iæra yður Ijónið dautt “
Eg leiddi þeiin fyrir sjónir, að Ijónið væri lifandi
ennþá og nær því með fullu fjöri og kröptum, þvi eg gat
ráðið það af öskri þess; þeir daufheyrðust við orðum
minum og vildu fyrir hvern mun sækja inn í skóginn.
Eg gjörði milt sárasta, til þess að aptra þeim frá því, að
hætla sérlengra; eg var sannfærður um, að ef við biðum
til næsta dags, þá mundum vib finna Ijónið dautt, en ef
við eltum það nú þegar, þá mundi það ráðast á okkur
með ofurmegni harms og heiptar. En er eg sá að fortölur
mínar komu fvrir ekki og að þeir mundu elta Ijónið, enda