Ný sumargjöf - 01.01.1865, Page 33
33
annar maður; hann sat og saumaði allan daginn frá morgni
til kvelds, en kom aldrei nærri veitingahúsinu. Lagsmenn
hans kölluðu að visu á hann, og vildu ginna hann í sinn
hóp, en hann stóðst tælingar þeirra; þeir drógu dár að
honum, en hann létsig það litlu skipla. Hann fékk ávalt
raeiri og meiri atvinnu, og mátti heila hann græddi á tá
og flngri. Metta kippti öllu í lag á heimilinu, sem þurfa
þólti, og allt lék nú í lyndi. Hún bar eigi annað á borð
en bezlu krásir, og gjörði allt sem hún gat til að luigga
og hreysta bónda sinn, en allt um það var hann sífelt
hnugginn og hugsjúkur. Auðna og velmegun þeirra lijóna
jókst á degi hverjum, en Markús gat eigi um aunað hugsað,
en að það styttist í fyrir honum með degi hverjum. Hið
eina sem gat eytt hugsýki hans, var að keppast við að
sauma.
Svo bar við eitl kveld, er l'tminn var nálega útrunninn,
að Markús mælli við konu sína: „Nú á eg skammt eptir
ólifað, Metla mín!“ Hún reyndi til að liugga Markús með
því, að hann hefði ekkert þegið af kölska; hún kvaðst
hafa fleygt fleskinu, og ekki svo mikið sem bragðað á því.
En skraddarinn sagði að kölski hefði samninginn, og
mundi sækja sig, hvað sem því liði. Loksins þótti þeim
það ráð vænst, að leila til einsetumannsins „í jarðhúsinu“,
er bjó þar í grennd, og vita, hvað hann vildi til leggja.
Daginn eptir fór skraddarinn til einsetumannsins.
Hann bjó einn sér í litlum kofa, er stóð í fögrurn hvammi
við fljót eitt. Einselumaðurinn var orðinn fjörgamall, og
hafði sítt skegg fannhvítt, en var þó ern og hress. Hann
hafði grafið bænahús sitt inn í bratta brekku, og var hann
því kallaður einsetumaðurinn „í jarðhúsinu“. Markús sagði
3
Ny Sumargjöf 1865.