Ný sumargjöf - 01.01.1865, Síða 115
115
til eru sögur þessar líkar liver annari og eins að kalla
hjá öllum þjóðum; livað hinn ytra búning snerlir, þá eru
þær næsla einfaldar, nema þegar lislaskáldin notuðu þær
í verkum sínum og kváðu út af þeim, því kvæði Dantes, er
siðar skal greina, má að sumu leyti heimfæra lil þessa
skáldskapar.
Annars er skáldskapurinn á miðöldunum mesimegnis
kominn frá aðalsstétlinni, eða þeim, er henni slóðu næstir,
nema í þeiin löndum þar sem hann fullkomnaðist svo, að
hann yrði að verulegri snild, en það var á Italíu og
Englandi. Riddaraskapurinn var uppspretta hins skáldlega
anda, sem leiddi Ijómandi fegurðarblæ yflr hinar róslusömu
miðaldir og lypti lífi þeirra á æðra slig, en riddaraskapurinn
var að nokkru leyli frumgróði kristninnar í mannkyns-
sögunni, því hann glæddist fyrst, þegar hinar gotnesku,
germönsku og norrænu þjóðir liöfðu tekið kristna trú,
eptir að veslurhluti Rómaríkis var unninn, og eru því upp-
tök hans gömul og þroskatíminn langur. Aðallinn eða
hinir lendu menn gengu í félag, sem bæði laut að trú og
hernaði, og voru það hin æðstu boðorð félagsmanna, að
verja þá er varnar þurftu, einkum konur og klerka , mót
yfirgangt og hrakningum, og fylgja með drengskap og
trúnaði lánardrottni þeim, er þeir höfðu hollustu svarið.
Aslin/: hin kristilega trú og konungs hyllin var það
þrennl, sem riddararnir helguðu líf sitt, og er aihugaverl,
hversu skyldur þessar eru sprotlnar af skaplyndi hinna nýju
þjóða og eðli kristinnar trúar. Hinar gotnesku þjóðir
liöfðu ávallt s^nt konum mikla virðingu, og var það ólíkt
því er líðkaðist með Grikkjum og Rómverjum; sjáum vér
þess órækan vott í bók sagnaritarans Tacitusar um
8*