Ný sumargjöf - 01.01.1865, Blaðsíða 141
141
fullkoniinmar á miðoldunum, en liinar listirnar blómguðust
ekki fyr en seinna. A 13 öld voru einstöku menn farnir
að leggja sig eptir myndasmíði í Florenz, og voru líkn-
eskjur gjörðar af steini eða málmi til að prýða kyrkjurnar.
En almennast var þó, að líkneskjurnar væru skornar úr tré,
og Snnast margar slíkar i kyrkjum, einkum á altaristöflum;
er opt á þeim mikið hagleiks og snildar bragð. Mynda-
smíði hófst ekki á Itaiíu fyr en með „endurnýjun vísind-
annau, og þótl hinir mestu myndasmiðir hafl reynl að ryðja
sér nýja hraut, þá liafa þeir samt sjaldan komizt lengra
en að stæla eptir Grikkjum. Málaralistin komst betur á
veg um miðaldirnar. Voru Italir leiðtogar og fyrirmynd
annara í þeirri lisl einsog öðrum. það var líkt um mál-
aralistina og byggingarlistina, að báðar unnu kyrkjunni
til vcgs og virðingar og náðu öllum þroska sínum í lienn-
ar skjóli. Vér mintumst fyr á byzantíuskan byggingarstil,
eu jafnframt lionum réði og sú stefna I raálaralistinni, er
honum var samsvarandi. Hinir byzantinsku málarar héldu
raunar listinni við, svo hún týndist eigi niður, og máluðu
þeir að dæmi hinna grisku og rómversku málara, en verk
þeirra voru smekklaus og komust ekki í neinn samjöfnuð
við snildarverk fornmanna, þó aðferð þeirra væri að sumu
leyli ófullkomin. Byzantinsku málararnir voru nú fram-
anaf fyrirmynd hinna ítölsku. Máluðu menn alment á
veggi með vatnslitum (al fresco) eða á tréspjöld; það var
fyrst um lok iniðaldanna að farið var að mála á lérépt.
Hinn fyrsti málaraskóli liófst l Flórenz með Cimabue
(1240—1300) og Giotto (1270—1336). það var einkenn-
ilegt við málara þá, er beyrðu til skóla þessum, að
þeir lögðu mesta stund á, að láta alvöru og guðrækni lýsa