Ný sumargjöf - 01.01.1865, Blaðsíða 5
5
fyrir aptan hnakkann. þegar þrælarnir skyldu ganga, tók
einn af gæzlumönnum þeirra kjálkana á kvísl fremsta
þrælsins, og lagði á axlirsjer; fremsli þrællinn lók á sama
hátt kvísl hins næsta, og svo hver af Oðrum. þegar þeir
skyldu staðar nema, stakk sá maður, er á undan gekk,
kvíslarkjálkunum í jörð niður, og stóðu þá allir grafkyrrir.
|>að gefur að skilja, að ekki er hægt að hlaupa á hrott,
þegar menn bera þriggja álna langan staur við háls sér.
Ledoux ypti öxluin við hvern þræl, er fram var
leiddur. fjóttu honum karlmennirnir litlir og veiklegir, en
konurnar annaðhvort of gamlar, eða of ungar; kvað hann
sverlingjum mjög hraka. „Öllu fer aptur“, sagði hann,
„það var öðruvísi fyr, þá voru konur 66 þumlunga á hæð,
og 4 karlar sneru akkerisvindu á herskipi.“
Nokkuð fann Ledoux að öllum. En jafnframt valdi
hann úr þá, er sterkastir og mannvænlegastir voru af
svertingjum; fyrir þá galt hann sem venja var til, en kvað
þá, er eptir voru, miklu ininna verða. Tamangó hrósaði
rfíjög vöru sinni; kvað hann illt vera til aðdrátta um
menn, en sér ávallt mikla hættu búna. Loksins kvað hann
upp verð (ekki man eg hve mikið) á þrælum þeim, er
Ledoux enn vildi kaupa. þetta sagði lúlkurinn Ledoux á
frakkneska tungu. þá lézt Ledoux verða fokreiður. flann
spratt upp bölvandi, og þóttist ekki vilja kaup eiga við svo
ósvífinn og ágengann mann. Tamangó hljóp til, og bað
hann bíða; kom þar loks að Ledoux settisl niður aptur.
Nú var tekinn lappinn úr nýrri flösku, og tóku þeir aplur
að ræða um kaup sín. þóltu nú Tainangó boð liins hvíta
manns vera úr öllum áttum. þeir þjörkuðu lengi, og
drukku fast. En ekki hafði brennivínið sömu áhrif á