Ný sumargjöf - 01.01.1865, Qupperneq 24
24
ekki bragða brennivin; eg ætla aðeins að fá mér ofur-
lítinn sopa af öli“, en þessi góði ásetningur hans varð
árangurslaus. Markús fór aldrei svo burt úr veitinga-
húsinu, að skotsilfur hans væri elgi komið úr vösum hans
og i peningahirzlu veilingamannsins. þegar Markús kom
heim á kveldin, og var búinn að „rélta sig upp“, þá brást
það eigi, að vasarnir væru lómir, en hann sjálfur ölvaður.
Daginn eplir komst hann eigi á fætur fyr en um hádegi,
og gat því eigi lokið við það, sem hann hafði lofað á
tilteknum tíma; hann varð því svikari við skiptavini sína.
það var því eigi mót von, þótt stundum væri bágt i búi
hjá Markúsi, en það var bótin, að bann átti hauk í horni,
þar sem var Metta kona hans. Hún gjörði margt hand-
arvikið fyrir nágranna sína, og fékk fé fyrir. Ef Metta
hefði eigi verið slíkur kvennskörungur, og hún var, hefði
margan dag eigi verið svo mikið sem þur brauðbiti til
á heimilinu. Hún vann baki brotnu á hverjum degi, og
Markús gat eigi annað, en þakkað guði fyrir, að hann
átti slíka konu. Hún sá um það, að Markús skorti eigi
mat, en aldrei vildi hún gefa honum neinn skilding, þegar
hann ætlaði út á kveldin. Metta lél hann hvað eptir annað
lofa sér því, að stíga eigi 'framar fæti á freistingarstaðinn,
en það kom fyrir ekki. þegar Markús kom út úr dyrunum,
sólti jafnan í sama horfið fyrir honum, þó liann ællaði
sér að fara i aðra átt, en til veitingahússins, voru fæturnir
orðnir svo vanir að fara þá leiðina , að þeir vildu eigi
annað fara. Hann gekk ósjálfrált til veitingahússins.
Eitt kveld sat hann að vanda i veilingahúsinu. það
var lítið um öl í krús hans, en þó var minna orðið um
lánstraust hans. Hann var að hugsa um það, sem harm